Fréttir og tilkynningar

Guðrún Johnsen hlýtur framgang í stöðu prófessors í fjármálum 23. september 2025

Guðrún Johnsen hlýtur framgang í stöðu prófessors í fjármálum

Dr. Guðrún Johnsen, deildarforseti við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í fjármálum. Fyrst kvenna á Íslandi.

Lesa meira
 Rannsóknasetur skapandi greina í samstarfi við CCP býður í samtal um listræna stjórn­un. 22. september 2025

Samtal um listræna stjórnun

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að fundaröðinni Samtal um skapandi greinar í samstarfi við CCP og Samtal um listræna stjórnun fer fram fimmtudaginn 2. október, kl. 8.30-10 í höfuðstöðvum CCP í Grósku, 3. hæð.

Lesa meira
Samfélagið er lykill að íslensku 19. september 2025

Samfélagið er lykill að íslensku

Það er gaman að segja frá því að við á Bifröst eigum 3 frábæra fulltrúa á ráðstefnunni Samfélagið er lykill að íslensku sem fer fram í Háskólanum á Akureyri um helgina. Þetta eru þær Helga Birgisdóttir, Sigríður Kristinsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir sem kenna allar námskeið í íslensku sem annað mál og íslensku hjá okkur.

Lesa meira
Anna Hildur meðal framsögumanna á ráðstefnu um Evrópskt menningarsamstarf 18. september 2025

Anna Hildur meðal framsögumanna á ráðstefnu um Evrópskt menningarsamstarf

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst, stjórnarformaður Rannsóknarseturs skapandi greina og verkefnisstjóri IN SITU, flytur erindið „Beyond Borders: My Journey through Cultural Production and International Collaborations

Lesa meira
Kynntu sér fjarnám og stafrænar lausnir við Universidade Aberta í Lissabon 17. september 2025

Kynntu sér fjarnám og stafrænar lausnir við Universidade Aberta í Lissabon

Hlynur Finnbogason, prófstjóri, og Dr. Erlendur Jónsson, dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, tóku þátt í starfsþjálfunarviku Erasmus+ við Universidade Aberta í Lissabon fyrr í sumar.

Lesa meira
Bifrestingur á vaktinni fyrir Landssamtök stúdenta 16. september 2025

Bifrestingur á vaktinni fyrir Landssamtök stúdenta

Bifrestingurinn Júlíus Andri Þórðarson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS.

Lesa meira
Háskólinn á Bifröst deildi reynslu af fjarnámi á vettvangi EADTU 16. september 2025

Háskólinn á Bifröst deildi reynslu af fjarnámi á vettvangi EADTU

Í sumar sóttu Sólveig Hallsteinsdóttir, verkefnastjóri Uglu, Jóhanna Marín Óskarsdóttir, kennsluráðgjafi, og Dr. Einar Hreinsson, gæðastjóri, ráðstefnu á vegum EADTU, Staff Training Event – Support Services in Open & Distance Education, sem haldin var í Brig í Sviss.

Lesa meira
Forsíða bókarinnar Rannsóknir í viðskiptafræði V 15. september 2025

Orlofsíbúðir í þéttbýli

Í sumar kom út grein frá Rannsóknasetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum í bókinni Rannsóknir í viðskiptafræði V. Hún bar titilinn: Orlofshús í þéttbýli. Höfundar eru Vífill Karlsson, Bjarki Þór Grönfeldt og Stefán Kalmansson.

Lesa meira
Bifröst býður Michelle Spinei velkomna til starfa 11. september 2025

Bifröst býður Michelle Spinei velkomna til starfa

Michelle Spinei hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem OpenEU sérfræðingur í þátttöku og áhrifum (Engagement & Impact Officer). Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa!

Lesa meira