Áfrýjunarnefnd

Kærumál vegna framkvæmdar á reglum Háskólans á Bifröst fara eftir skilgreindum kæruleiðum innan háskólans. Kennslusvið tekur þannig við formlegum erindum frá nemendum og úrskurðar eins og tilefni er til, s.s. vegna  inntöku í háskólann, námsmats og fyrirkomulags prófa. Uni nemandi ekki úrskurði getur viðkomandi vísað erindi sínu til áfrýjunarnefndar.

Rektor skipar áfrýjunarnefnd sem í eiga sæti þrír aðilar skipaðir til tveggja ára í senn; einn tilnefndur af kennslu- og rannsóknaráði, einn tilnefndur sameiginlega af samtökum nemenda við skólann og einn skipaður án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.  

Sé úrskurði áfrýjunarnefndar ekki unað má vísa máli til rektors sem endanlegs úrskurðaraðila innan skólans.

Áfrýjunarnefnd skipa:

Stefán Kalmansson, formaður

Jón Freyr Jóhannsson, fulltrúi kennara

Halldór Kjartan Þorsteinsson, fulltrúi nemenda