Rannsóknir og útgáfa

Háskólinn á Bifröst leggur ríka áherslu á að styrkja og efla rannsóknir á fræðasviðum sínum. Skólinn vill taka virkan þátt í að efla mannauð í landinu og treysta stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að þátttöku Íslendinga í fjölþjóðlegu vísindastarfi og nýsköpun. 

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst sinnir verkefnum fyrir atvinnulíf og samfélag, auk þess að vera akademískum starfsmönnum skólans ráðgefandi við umsóknir um rannsóknastyrki og rannsóknasamstarf. Forstöðumaður rannsóknamiðstöðvarinnar er Kári Joensen, aðjúnkt. 

Að auki eru sérhæfð rannsóknasetur á Bifröst, en þau eru sjálfstæðar stofnanir.

Forstöðumaður er dr. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent.
 
 
Rannsóknasetur í menningarstjórnun.
Umsjónarmaður Dr. Njörður Sigurjónsson, dósent. 
 
Háskólinn á Bifröst gefur út vísindalegt tímarit, Samtíð: tímarit um samfélag og menningu. Greinar í því voru birtar á vef skólans reglulega árið um kring en tímaritið kom út á prenti árlega. 

Í mars 2013 ákvað Háskólinn á Bifröst ákvað að gera hlé á útgáfu Samtíðar. 

Samtíð: tímarit um samfélag og menningu

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta