Fulltrúaráð

Fulltrúaráðsfundir hafa æðsta vald í málefnum háskólans er varða rekstur og fjármál. Háskólaráð er æðsta vald í innri málefnum háskólans samkvæmt reglugerð. Fulltrúaráð fundar a.m.k. einu sinni á ári og er sá fundur jafnframt aðalfundur Háskólans á Bifröst. Verkefni fundarins er að greina frá starfsemi háskólans og samþykkja ársreikning hans fyrir undanfarið rekstrarár.

Fulltrúaráð Háskólans á Bifröst er skipað 15 einstaklingum og fimm til vara.

Þeir sem tilnefna í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst eru: Borgarbyggð, Háskólaráð Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtök Bifrastar, Samband íslenskra samvinnufélaga svf. og Samtök atvinnulífsins.  Hver þessara aðila tilnefnir þrjá fulltrúa og einn til vara.

Í fulltrúaráði sitja nú eftirtaldir fulltrúar:

Fyrir Borgarbyggð:
aðalmaður:      Magnús Smári Snorrason
aðalmaður:      Lilja Björg Ágústsdóttir
aðalmaður:      Guðveig Eyglóardóttir
varamaður:      Friðrik Aspelund

Fyrir Hollvinasamtök Bifrastar:
aðalmaður:      Andri Björgvin Arnþórsson
aðalmaður:      Halldór Þorsteinsson
aðalmaður:      Tryggvi Haraldsson
Varamaður:     Gauti Skúlason

Fyrir Háskólaráð Háskólans á Bifröst:
aðalmaður:      Sigrún Lilja Einarsdóttir
aðalmaður:      Helga Kristín Auðunsdóttir
aðalmaður:      Ragnheiður I. Sigurgeirsdóttir
varamaður:      Hlynur Finnbogason

Fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga:
aðalmaður:      Reimar Marteinsson
aðalmaður:      Ólafur Sigmarsson
aðalmaður:      Sigurbjörn Gunnarsson
varamaður:      Hannes Karlsson 

Fyrir Samtök atvinnulífsins:
aðalmaður:      Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
aðalmaður:      Heiðrún Björk Gísladóttir
aðalmaður:      Tryggvi Másson
varamaður:      Gunnur Líf Gunnarsdóttir