Stefnumið 2030

Í heila öld hefur Háskólinn á Bifröst menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Markmið okkar er að efla íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að bjóða menntun af góðum gæðum í viðskiptum, lögfræði og félagsvísindum. Sem landsbyggðarháskóli leitast Háskólinn á Bifröst við að tryggja fólki sem sækist eftir háskólamenntun sambærilegan aðgang að menntun, óháð búsetu og öðrum ytri aðstæðum.

Þegar við horfum fram á veginn og sjáum fyrir okkur verkefni næsta áratugar þurfum við að spyrja okkur brýnna spurninga. Hvernig sjáum við hlutverk skólans fyrir okkur? Hvernig þjónar Háskólinn á Bifröst samfélaginu? Hvernig ver lítill metnaðarfullur háskóli eins og Háskólinn á Bifröst best fjármagni sínu og kröftum til að þjóna samfélaginu eins vel og kostur er? Með þessar spurningar að leiðarljósi hefur Háskólinn á Bifröst horft fram á veginn og búið til stefnumið sem stutt geta vegferð okkar á komandi áratug.

Lesa má stefnu Háskólands á Bifröst í heild sinni eða hala hana niður í lesaranum hér að neðan.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta