Punktar úr sögu Háskólans á Bifröst

 • Árið 1988 varð skólinn sérskóli á háskólastigi
 • Haustið 1988 hófst kennsla í frumgreinadeild skólans, sem bauð upp á undirbúning fyrir háskólanám.
 • Í ársbyrjun 1990 varð skólinn að sjálfseignarstofnun undir nafninu Samvinnuháskólinn en þá þótti orðið sýnt að skólinn gæti ekki lengur átt samleið með Sambandi íslenskra samvinnufélaga eins og áður hafði verið.
 • Vorið 1990 voru fyrstu rekstarfræðingarnir brautskráðir eftir tveggja vetra nám á háskólastigi.
 • Vorið 1995 brautskráðist fyrsti hópurinn með BS gráðu í rekstrarfræðum.
 • Vorið 1999 brautskráðust fyrstu nemendurnir úr fjarnámi með BS gráðu í rekstrarfræðum.
 • Árið 2000 var nafni skólans breytt í Viðskiptaháskólinn á Bifröst.
 • Vorið 2001 brautskráðust fyrstu nemendurnir með BS gráðu í viðskiptafræði.
 • Haustið 2001 var boðið upp á nýtt nám á landsvísu; viðskiptalögfræði.
 • Nóvember 2002 var vígt nýtt og glæsilegt skólahúss.
 • Sumarið 2003 hófst kennsla á meistarastigi.
 • Vorið 2004 útskrifuðust fyrstu nemendurnir með BS gráðu í viðskiptalögfræði.
 • Vorið 2005 útskrifaði skólinn nemendur með meistaragráðu í fyrsta sinn.
 • Haustið 2005 tók til starfa ný deild, félagsvísinda- og hagfræðideild. Þá var jafnframt tekið upp þriggja anna kerfi í skólanum sem gerir nemendum kleift að ljúka grunnnámi á tveimur árum kjósi þeir svo.
 • Á árunum 2003 - 2005 tóku til starfa Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst, rannsóknasetur í húsnæðismálum, rannsóknasetur verslunarinnar, rannsóknasetur í vinnuréttar- og jafnréttismálum og Evrópufræðasetur.
 • Sumarið 2006 var fyrsta sumarönnin í þriggja anna kerfi kennd á Bifröst.
 • Árið 2006 var nafni skólans breytt í Háskólinn á Bifröst.
 • Á árinu 2008 voru stofnuð rannsóknasetur í menningarfræðum og rannsóknasetur í stjórnun og alþjóðamálum við Háskólann á Bifröst.
 • Árið 2009 voru námsgráður í grunnnámi sex og í meistaranámi sextán.
 • Símenntun skólans bauð haustið 2012 upp á fimm sjálfstæðar námsbrautir.
 • Skólaárið 2012-2013 bauð skólinn upp á þrjár staðnámslínur og fjórar fjarnámslínur í grunnnámi, auk þriggja námsbrauta í meistaranámi.
 • Haustið 2013 hefst nám í háskólagátt við skólann, nýju aðfararnámi að háskólanámi, sem byggir á grunni frumgreinanáms sem skólinn hefur boðið upp á frá 1988.