Fréttir og tilkynningar
Vel heppnaður morgunfundur Rannsóknarmiðstöðvar skapandi greina
Rúmlega 60 manns sátu skemmtilegan fund á vegum Rannsóknarseturs skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP. Yfirskrift fundarins er Skapandi aðferðarfræði. Fundurinn var haldinn í húsakynnum CCP.
Lesa meiraVelkomin til starfa
Hugrún Ósk Guðjónsdóttir hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem verkefnisstjóri Lagadeildar.
Lesa meiraAukin rannsóknavirkni á sviði skapandi greina
Þann 7. janúar veitti stjórn Rannsóknaseturs skapandi greina styrki úr meistaranemasjóði setursins. Styrkirnir eru ætlaðir meistaranemum sem vinna að lokaverkefni um atvinnulíf menningar og skapandi greina og þau fjölþættu og fjölbreyttu samfélags- og efnahagsáhrif sem þessi starfsemi leiðir af sér.
Lesa meiraMeistaravarnir
Meistaravarnir nemenda hófust í gær og verða þær út þessa viku. Einn þeirra nemenda sem varði ritgerð sína í gær var Rakel Tanja Bjarnadóttir sem er að ljúka meistaranámi í menningarstjórnun. Hún mætti íklædd fallegum upphlut sem þótti einstaklega viðeigandi í ljósi viðfangsefnis ritgerðar hennar.
Lesa meiraSkapandi aðferðafræði
Rannsóknasetur skapandi greina í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 9. janúar klukkan 8:30 - 10 í húsakynnum CCP að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Skapandi aðferðafræði. Fundurinn verður haldinn á ensku og erindum verður streymt.
Lesa meiraÓlína hlýtur Fulbright styrk
Stjórn Fulbright stofnunarinnar hefur ákveðið að veita dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, prófessor og deildarforseta Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst Fulbright fræðimannsstyrk á skólaárinu 2025-2026.
Lesa meiraStærðarhagkvæmni sveitarfélaga
Ný grein eftir Vífil Karlsson og Stefán Kalmansson sýnir fram á stærðarhagkvæmni í rekstri íslenskra sveitarfélaga. Greinin birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á ítarlegum greiningum áranna 2004-2022.
Lesa meiraGrein birt eftir Dr. Petru Baumruk dósent við lagadeild háskólans
Dr. Petra Baumruk, dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst, birtir grein um tengsl mannréttinda og umhverfis í Czech Yearbook of Public and Private International Law, skráð í SCOPUS.
Lesa meiraFramlenging á ráðningu rektors
Stjórn Háskólans á Bifröst hefur boðið Dr. Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor að framlengja ráðningu hennar um fimm ár eða frá 1. ágúst 2025 til 1. júlí 2030.
Lesa meira