Fréttir og tilkynningar

Anna Hildur einn yfirframleiðenda nýrrar heimildarmyndar 13. nóvember 2025

Anna Hildur einn yfirframleiðenda nýrrar heimildarmyndar

Heimildarmyndin Hin einstaka fröken Flower (The Extraordinary Miss Flower), sem byggir á sköpunarferlinu við nýjustu plötu Emilíönu Torrini, var frumsýnd á Iceland Airwaves um síðustu helgi. Einn yfirframleiðenda myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst.

Lesa meira
Sigur í höfn í framhaldi af misserisverkefni 12. nóvember 2025

Sigur í höfn í framhaldi af misserisverkefni

Stór sigur í höfn í framhaldi af misserisverkefni þar sem fræðilegur rökstuðningur sem nemendur unnu í misserisverkefni sínu hafði áhrif á það að Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi synjun Skattsins og samþykkt Barnaspítalasjóð Hringsins á almannaheillaskrá. Er þarna um fordæmisgefandi niðurstöðu Yfirskattanefndar að ræða.

Lesa meira
Ljósmyndari: Mummi Lú 12. nóvember 2025

Bifrestingar á Iceland Airwaves

Bifrestingar voru virkir þátttakendur í umræðum á Iceland Airwaves í ár. Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stóð meðal annars fyrir samtali um skapandi greinar þar sem umfjöllunarefnið var rekstrarumhverfi tónlistar á Íslandi. Var það hluti af dagskrá Bransaveislu Tónlistarmiðstöðvar og Tónlistarborgarinnar Reykjavík.

Lesa meira
Opið fyrir umsóknir til 7. desember 11. nóvember 2025

Opið fyrir umsóknir til 7. desember

Viltu hefja háskólanám á nýju ári? opnað hefur verið fyrir umsóknir til náms við Háskólann á Bifröst á vorönn 2026. Umsóknafrestur er til og með 7. desember.

Lesa meira
Vinstra megin er Vífill Karlsson og við hlið hans stendur Gréta Bergrún Jóhannesdóttir sérfræðingur rannsóknasetursins. 6. nóvember 2025

Byggðaráðstefna Byggðastofnunar

Í vikunni fór fram í Mývatnssveit byggðaráðstefna Byggðastofnunar, þar sem starfsmenn Rannsóknarseturs í byggða og sveitarjstórnarmálum voru með erindi.

Lesa meira
Samtal um skapandi greinar: Rekstrarumhverfi tónlistar 27. október 2025

Samtal um skapandi greinar: Rekstrarumhverfi tónlistar

Rannsóknasetur skapandi greina og Tónlistarmiðstöð boðar til opins samtals á Bransaveislu um rekstrarumhverfi tónlistarfólks og tónlistarverkefna.

Lesa meira
Vísindaferð Gulleggsins 24. október 2025

Vísindaferð Gulleggsins

Fyrsta Vísindaferð Gulleggsins 2026 er haldin í dag 24. október í Grósku kl. 17:00 - 20:00. Þar verður Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins kynnt ásamt því að spennandi fyrirtæki og stofnanir verða á svæðinu og bjóða upp á spjall

Lesa meira
Kvennafrídagurinn - takmörkuð þjónusta 23. október 2025

Kvennafrídagurinn - takmörkuð þjónusta

Föstudaginn 24. október verður haldið upp á Kvennaverkfall. Þá leggja konur niður störf, launuð sem ólaunuð til að minna á gildi jafnræðis og réttlætis. Háskólinn á Bifröst hvetur konur í hópi starfsfólks og nemenda til að taka þátt og má búast við að þjónusta skólans verði takmörkuð þennan dag.

Lesa meira
Háskólamenntun fyrir betri heim 23. október 2025

Háskólamenntun fyrir betri heim

Hvernig getur menntun stuðlað að árangri í innleiðingu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna? Háskólinn á Bifröst býður til rafrænnar vinnustofu á vegum OpenEU þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13:00 - 16:30 á Teams.

Lesa meira