Bókasafnið er opið virka daga kl. 09:00-16:00, nema mánudaga. Hafa má samband við bókasafnið á netfanginu bokasafn@bifrost.is eða í síma 433 3099 á opnunartíma safnsins. Við höfum lokað um kvöld og helgar nema annað sé auglýst sérstaklega.
Heimildaleitin hefst í Leitir
Í Leitum er leitað samtímis að tímaritagreinum og bókum, prentuðu efni og rafrænu. Í leiðbeiningum er að meðal annars að finna ráð til að afmarka leitarniðurstöður. Leiðbeiningar um notkun Leitir.is
Bókasafn Háskólans á Bifröst býður orðið uppá tugi þúsunda rafbóka. Hægt er að nálgast þær með því að smella á tengla í heiti safnanna hér að neðan. Athugið að nota VPN tengingu til að komast í heildartexta að heiman.
Rafbækur
- EbookCentral
- EBSCOhost Ebook Business Collection - rúmlega 22 þúsund rafbækur á sviði viðskipta- og hagfræði
- ProQuest One Business - bækur, tímarit og dagblöð
Aðgangi er stýrt með VPN (sjá leiðbeiningar frá tölvudeild)
Allar rafbækur sem skólinn veitir aðgang að er einnig hægt að finna í samskrá bókasafna, leitir.is
Leiðbeiningar um notkun EbookCentral rafbóka
- Tengill í leiðbeiningar (á ensku)
- Tengill í kynningarmyndband (á ensku)
Útlánareglur prentaðra bóka
- Almennt eru bækur á 30 daga láni
- Bækur í námsbókasafni eru til notkunar á staðnum en nemendur skólans geta fengið þær að láni í skemmri tíma
- Handbækur eru ekki lánaðar út
- Tímaritshefti eru fáanleg í vikulán
- Bækur fengnar frá öðrum söfnum (millisafnalán) eru almennt á 30 daga láni, nema annað sé tekið fram
- Lánþegar bera ábyrgð á þeim ritum sem þeir hafa að láni og eru bótaskyldir fyrir ritum sem þeir týna eða skemma
Markmið
- Hlutverk bókasafnsins er að styðja rannsóknir, nám og kennslu með því að safna efni á fræðasviðum skólans og gera það aðgengilegt fyrir nemendur og starfsfólk skólans
Bókasafnið er á Facebook
Ritakaup - forstöðukona bókasafns tekur ákvarðanir um bókakaup í samvinnu við kennara. Aðrir notendur hafa tillögurétt og geta lagt fram hugmyndir um aðföng. Tillaga um ritakaup
Starfsfólk

Þórný Hlynsdóttir - viðvera alla virka daga
Forstöðukona bókasafns og skjalastjóri
Bókasafns- og upplýsingafræðingur, MLIS
bokasafn hjá bifrost.is
433 3099