Bókasafn Háskólans á Bifröst

Velkomin á vef háskólabókasafnsins á Bifröst. Á þessum þjónustuvef er veitt öll hefðbundin þjónusta háskólabókasafns. Hér færðu aðgengi að rafrænum bókum og vísindagreinum, ýtarlegar leiðbeiningar um hemildarvinnu og hvernig leitað er að áreiðanlegum og ritrýndum heimildum, svo að dæmi séu tekin. Hlutverk bókasafnsins er að styðja við rannsóknir, nám og kennslu með því að safna aðgengilegu efni á fræðasviðum skólans.  Áhersla hefur verið á rafbókakaup umfram prentað efni frá árinu 2018. Tekið er við beiðnum um stafræna leiðsögn eða leiðsögn í heimildaleit á bokasafn@bifrost.is.

Þórný Hlynsdóttir, MLIS fostöðukona bókasafns
bókasafns- og upplýsingafræðingur
bokasafn@bifrost.is
Beinn sími: 433 3098