Samfélag
Þak yfir höfuðið - taktu fyrsta skrefið!
Það er frábært að fljúga beint úr hreiðrinu og lenda á Bifröst enda einstaklega hagkvæm húsaleiga í boði. Einstaklingsherbergi með sameiginlegri aðstöðu kostar frá tæplega 50.000 kr á mánuði en einnig eru í boði stúdíóíbúðir svo og fjölskylduíbúðir. Innifalið í húsaleigu er hiti og rafmagn, aðgangur að interneti og líkamsrækt.
Gjaldskrá nemendagarða má nálgast hér
Þá er öll helsta þjónusta og aðstaða á staðnum s.s. bókasafn, kaffihús og veitingastaður á Hótel Bifröst sem er opinn allan ársins hring.
Kynntu þér málið og taktu fyrsta skrefið að bættri framtíð strax í dag.