14. febrúar 2024

Niðurfelling skólagjalda

Boðað hefur verið til stjórnarfundar hjá Háskólanum á Bifröst í framhaldi af ríkisstjórnarfundi í gær, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti nýja fjármögnunarleið fyrir sjálfstætt starfandi háskóla.

Að sögn Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, felur þessi nyja leið í sér þann möguleika að sjálfsætt starfandi háskólarnir leggi innheimtu skólagjalda af gegn því að ríkið greiði til þeirra óskert fjárframlag, en samkvæmt nýju reiknilíkani, sem ráðherra kynnti á síðasta ári, fá sjálfstætt starfandi háskólar einungis 75% af fullu fjárframlagi ríkisreknu háskólanna. Mismunin hafa sjálfstætt starfandi háskólarnir fjármagnað með innheimtu skólagjalda.

Á rektor von á því að endanleg ákvörðun liggi í síðasta lagi fyrir hjá Háskólanum á Bifröst undir lok þessa mánaðar, en þann 2. mars verður opnað fyrir umsóknir vegna haustannar 2024. 

Í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólaráðherra, hefur komið fram að fjármögnun háskóla hafi verið endurskoðuð með hliðsjón af jafnræði nemenda til náms. Tilgangurinn sé að stuðla að einsleitnari gjaldheimtu á milli háskóla, svo að val á milli þeirra fari fram á jafnari grunni en nú er m.t.t. innheimtu skólagjalda. Jafnframt hefur ráðherrann bent á að þessi leið sé nú fær samfara því að nýtt og árangursmiðað reiknilíkan hafi verið tekið upp vegna fjármögnunar háskólanna.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta