Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun er starfstengt háskólanám fyrir verslunarstjóra og fólk sem hefur víðtæka reynslu af verslunarstörfum.
Styrkur námsins felst meðal annars í virku samstarfi við atvinnulífið og samstarfi tveggja háskóla um þróun þess og kennslu.
Námið er 60 ECTS-einingar, Það er kennt með vinnu og miðað er við að nemendur ljúki því á tveimur árum. Námið byggir annars vegar á áföngum sem þegar eru kenndir til BS-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Hins vegar er um sérstaka áfanga að ræða sem hafa verið þróaðir með þarfir verslunarinnar í huga og með þátttöku lykilfyrirtækja í greininni.
Námið er metið til eininga í áframhaldandi námi í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Nemendur sem útskrifast með diplómagráðu í verslunarstjórnun geta því haldið áfram námi til BS gráðu í viðskiptafræði kjósi þeir það. Háskólarnir meta gagnkvæmt háskólaeiningar (ECTS) innan verkefnisins, óháð því í hvorum skólanum nemandinn hefur tekið einstök námskeið.
Til að ljúka náminu á tveimur árum þarf nemandi að taka 15 ECTS-einingar á önn. Heimilt er að taka námið á lengri tíma, eða allt að fjórum árum, en fyrstu þrjár annirnar skal nemandi þó að lágmarki taka einn sameiginlegan skylduáfanga á hverri önn; Birgða-, vöru-, og rekstrarstjórnun, Kaupmennsku, og Verslunarrétt.
Almenn inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám. Reynsla af verslunarstjórnun eða víðtæk starfsreynsla á sviði verslunar er skilyrði.
Umsækjendur sem uppfylla almenn inntökuskilyrði en skortir grunnþekkingu í stærðfræði, íslensku og ensku þurfa að ljúka undirbúningsnámi í þessum greinum áður en þeir hefja nám.
Skólagjöld miðað við að námið sé tekið á tveimur árum eru í heild kr. 830.000, án niðurgreiðslna eða styrkja.
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og Starfsmenntasjóður verslunarinnar, SVS og SV, niðurgreiða og styrkja skólagjöld félagsmanna í VR/LÍV, að því gefnu að fyrirtæki og einstaklingur sæki um saman og eigi rétt á hámarksstyrk.
Sameiginlegir skylduáfangar (18 ECTS einingar) í verslunarstjórnun
Gert er ráð fyrir að verkefni í þessum áföngum séu að verulegu leyti unnin út frá starfi og fyrirtæki nemandans og að nám hans geti þannig gagnast fyrirtækinu sem hann starfar hjá.
Skylduáfangar eru kenndir í dreifnámi (blöndu af stað- og fjarnámi) og stendur hver áfangi yfir í tólf vikur. Kennsla samanstendur af fyrirlestrum, umræðutímum og verkefnavinnu, bæði í fjárnámi og á þremur vinnuhelgum, en einnig eru gestafyrirlestrar og vinnustofur hluti námsins. Áfanginn hefst með tveggja daga vinnulotu á Bifröst frá föstudegi til laugardags en síðari tvær vinnuloturnar eru í Háskólanum í Reykjavík.
Grunnáfangar (24 ECTS) í viðskiptafræði
Að auki taka nemendur fjóra grunnáfanga í viðskiptafræði í bundnu vali í báðum háskólunum, í fjarnámi hjá Bifröst eða í staðnámi hjá HR samkvæmt skipulagi hvors háskóla um sig. Miðað er við að nemandi taki tvo slíka áfanga á önn en heimilt er að ráða námshraða sínum gegnum grunnáfangana. Grunnáfangar eru:
Valáfangar (12 ECTS) í viðskiptafræði
Nemendur taka tvo af neðangreindum áföngum sem valfag:
Lokaverkefni (6 ECTS)
Lokaverkefni getur verið einstaklingsverkefni eða hópverkefni, fer eftir vali nemanda. Lokaverkefni er unnið í samstarfi við fyrirtæki í verslun í samstarfi við umsjónarkennara.