Stafræn fatahönnun

Stafræn fatahönnun

Markmið námsins er að nemendur geti nýtt aðferðir stafrænnar fatahönnunar til að koma hugmyndum sínum um tísku í framkvæmd. Þeir læra um hönnun, stafræna sníðagerð, undirbúning fyrir framleiðslu og stíliseringu. Að loknu námi hafa nemendur góðan grunn í fatahönnunar aðferðum með stafrænni tækni. Námsleiðin verður val fyrir BA nemendur í Skapandi greinum.

Þeir sem ættu að hafa áhuga á námskeiði eins og þessu eru t.d útskrifaðar fatahönnuðir, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem vilja endurmenntun til að styrkja stöðu sína á atvinnumarkaði. Námið gæti einnig höfðað til klæðskera sem eru í námi og vilja tileinka sér nýjustu aðferðir. Eins þeir sem hafa lokið námi í framhaldsskóla úr fatahönnun, tölvuleikjagerð, iðnnámi eða listnámi og huga að frekara hönnunarnámi.  Boðið verður tveggja klukkustunda Teams fund einu sinni í viku þar sem stjórnandi námsleiðarinnar leiðbeinir nemendum og aðstoðar í verkefnum.

Stjórnandi námsleiðarinnar er Björg Ingadóttir hjá Spaksmannspjörum, einn fremsti fatahönnuður hér á landi. 

Námsleiðin samanstendur af eftirfarandi fjórum námskeiðum: 

Þátttakendur geta nýtt einingarnar sem hluta af BA námi í Skapandi greinum við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. 

Fyrir hverja, þátttökugjald og aðgangsviðmið

Námskeiðin nýtast til dæmis útskrifuðum fatahönnuðum, klæðskerum, fólki sem hefur lokið námi í tölvuleikjagerð og öðrum sem vilja kynna sér aðferðir stafrænnar fatahönnunar. 

Þátttökugjald er 210.000 kr 

Aðgangsviðmið eru að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst. 

Námsleiðin er örnám á grunnámsstigi, og fá þátttakendur staðfestingu við lok námsleiðarinnar. Sjá nánar um örnám hér.

Sjá frekari upplýsingar og kynningarmyndbönd hér.

Fyrirkomulag

Námskeiðin eru kennd í lotubundnu fjarnámi. Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur. Boðið verður tveggja klukkustunda Teams fund einu sinni í viku þar sem stjórnandi námsleiðarinnar leiðbeinir nemendum og aðstoðar í verkefnum.

Kennari

Kennari námskeiðanna er Björg Ingadóttir.  

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 11. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið, ætlir þú að taka námskeiðin til eininga. Í umsóknargátt velur þú námskeiðið Grunnnámskeið í stafrænni hönnun, og svo verður þú skráð/ur í hin námskeiðin. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.