Samningar og sáttamiðlun

Samningar og sáttamiðlun

Markmið örnámsins Samningar og sáttamiðlun er að skapa tækifæri fyrir fólk til að efla færni sína við gerð samninga og túlkun þeirra, svo minnka megi líkurnar á því að ágreiningur skapist vegna þeirra. Þá er í náminu lögð áhersla á árangursríka samningatækni sem hefur það að markmiði að koma á samningum sem báðir samningsaðilar vilja efna. Í kjölfarið sitja nemendur námskeið í samningagerð þar sem áhersla er lögð á ritun vandaðra samninga með skýrum samningsákvæðum. Þá felur námið í sér hagnýta þjálfun í sáttamiðlun svo að nemendur geti að því loknu leyst ágreiningsmál áður en deilur aðila verða tímafrekar og kostnaðarsamar. Námið er kennt í fjarnámi og hentar vel meðfram vinnu.

Örnámið hentar fyrir þau sem starfa í íslensku atvinnulífi sem stjórnendur og millistjórnendur hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum eða sem sjálfstæðir atvinnurekendur.
Námið er einnig gagnlegt fyrir þau sem starfa sem löggiltir fasteignasalar eða löggiltir bifreiðasalar.

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags

Námið er samtals 12 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 3 ECTS einingar hvert. Hvert námskeið er kennt í sjö vikna lotu í fjarnámi. Fjórar lotur sem dreifast á haust- og vorönn.

Fagstjóri námsins er Elín H. Jónsdóttir

Verð

Verð fyrir þátttöku er 490.000 kr. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.  Umsækjendur sem hafa lokið námskeiðinu Inngangur að lögfræði í grunnnámi í lögfræði greiða lægra verð fyrir þátttöku sem nemur 75.000 kr. 

Umsóknarfrestur og aðgangsviðmið

Umsóknarfrestur er til 10 ágúst. 

Gerð er krafa um að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu (bakkalár), sem að jafnaði hefur verið lokið með fyrstu einkunn (7,25 eða hærra) eða jafngildi þess.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi með umsókn sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun hja bifrost.is 

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.

Samningar og sáttamiðlun