Háskólagátt

Nám í háskólagátt býr nemendur undir nám á háskólastigi í greinum hug- og félagsvísinda og veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi sem eykur samkeppnishæfni einstaklinga á vinnumarkaði.

Auk almenns náms í háskólagátt eru eftirtaldar námsleiðir í boði:

Í háskólagátt fer námið fer fram í lotubundinni kennslu. Notaðar eru nútíma kennsluaðferðir, meðal annars vendikennsla en hún felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum.

Í háskólagátt eru kenndar þrjár kjarnagreinar; íslenska, stærðfræði og enska auk fjögurra áherslugreina; bókfærslu, lögfræði, dönsku og heimspeki. Enn fremur eru kennd stutt námskeið þar sem leitast er við að þjálfa aðferðir og hugsunarhátt sem endurspeglar það sem efst er á baugi í háskólamenntun og atvinnulífi.

Á sumarönn gefst nemendum kostur á að bæta við sig 15 f-ein í kjarnagreinum. Sumarönnin er hugsuð fyrir nemendur sem vilja undirbúa sig sérstaklega fyrir háskólanám og þá sem þurfa að bæta við sig námsgreinum til að uppfylla sértæk inntökuskilyrði annarra háskóla.

Nám í háskólagátt er án skólagjalda en með því  leggur skólinn sín lóð á vogarskálar þess markmiðs að auðvelda fólki að ljúka framhaldsnámi sínu. Innritunargjald í nám við háskólagátt á Bifröst frá hausti 2021 eru 121.000 kr. á önn. Námskeiðsgjald á sumarönn 2020 er 57.500 krónur.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans


Aðgangsviðmið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið 120 f-einingum eða 70-75 gömlum einingum. Sjá nánar um aðgangsviðmið háskólagáttar.

Engin skólagjöld

Nám í háskólagátt er án skólagjalda en með því er skólinn að leggja sín lóð á vogarskálar þess markmiðs að auðvelda fólki að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Innritunargjald í nám við háskólagátt á Bifröst frá hausti 2020 er 115.000 kr. á önn. Námskeiðsgjald á sumarönn er 60.500 krónur.

Innritunargjald121.000 kr.
Fullt nám121.000 kr.
Eitt námskeið60.500 kr.
Sumarönn (hálft verð ef eitt námskeið)60.500 kr.

Starfsmenntasjóðir stéttarfélaga veita styrki til niðurgreiðslu á annargjöldum. Styrkir eru háðir stigaeign í sjóðum –  sjá nánar á heimasíðum stéttarfélaganna.

Persónuleg nálgun og mikil verkefnavinna skilaði sér og rykfallinn heilinn var fljótur að taka við sér. Frábær undirbúningur fyrir frekara háskólanám.

Arnar Stefánsson,
nemandi í viðskiptalögfræði

Viðurkennt nám

Háskólagáttin byggir á grunni frumgreinadeildar Háskólans á Bifröst sem er eldra aðfararnám skólans inn í grunnámslínur. Nemendur sem hafa útskrifast með aðfararnám úr háskólagátt hafa fengið inngöngu í alla háskóla landsins og einnig í háskóla erlendis. Nám í háskólagátt er samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla og samþykkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Inntökuskilyrði í háskólanám eru mismunandi eftir fræðasviðum en allir háskólar landsins nýta sér heimild mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess að veita undanþágu frá formlegum inntökuskilyrðum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér inntökuskilyrði háskólanna. Sjá nánar, að námi loknu.

Staða háskólagáttarnema vegna inntöku í nám í HÍ skýrð
Námskrá háskólagáttar

Frekari fyrirspurnir sendast á haskolagatt hjá bifrost.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta