Háskólagátt
Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi
Markmið aðfaranáms við Háskólann á Bifröst er að veita fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Nám við háskólagátt hentar þeim sem uppfylla ekki aðgangsviðmið í grunnnám háskóla eða vilja sækja sér góðan undirbúning áður en þeir hefja háskólanám. Námið er 70 einingar og hægt er að ljúka því á einu ári eða skrá sig í háskólagátt með vinnu og dreifa því á lengri tíma. Jafnframt er nám við háskólagátt í boði fyrir þá sem hafa erlent móðurmál. Námið er 70 einingar sem jafngildir fullu námi í eitt ár. Dreifa má náminu á lengri tíma, en þeir sem eru á stigi A í íslensku sem öðru máli við upphaf náms dreifa því að minnsta kosti á tvö skólaár. Gert er ráð fyrir
að nemendur með erlent móðurmál taki námskeið í íslensku sem öðru máli samhliða námi í Háskólagátt.
Þá er í boði námsleið í íslensku sem öðru máli. Námið er skipulagt sem hlutanám í fjarnámi svo nemendur geta tekið þaðsamhliða vinnu eða öðru námi. Það spannar stig A1.2 til B1.2 á Evrópska tungumálarammanum. Nemendur taka stöðumat við upphaf náms og byrja á getustigi við hæfi. Þeir sem hefja námið á stigi A1.2 geta lokið því á tveimur árum. Nemendur taka stöðumat þegar þeir ljúka hverju getustigi og fá senda rafræna staðfestingu um getu sína.
Guðrún Rannveig Stefánsdóttir
Umsjónarkona háskólagáttar
Lára Lárusdóttir
Verkefnastjóri háskólagáttar