Háskólagátt fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál

Markmið náms í Háskólagátt er að veita fólki tækifæri til að sækja sér öflugan undirbúning fyrir nám á háskólastigi. Námið í Háskólagátt fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál er sniðið fyrir að þeim sem ekki uppfylla aðgangsviðmið í háskóla eða vilja styrkja undirbúning sinn áður en þeir hefja háskólanám og hafa ekki íslensku sem móðurmál. Að loknu námi við Háskólagátt geta nemendur hafið grunnám við allar deildir Háskólans á Bifröst.

Námið er 70 f-einingar sem jafngildir fullu námi í eitt ár. Skipulag námsins miðar við að nemendur dreifi því á tvö ár, en gert er ráð fyrir að þeir taki samhliða því námsleiðina íslenska sem annað mál – aðfaranám að háskóla. Nemendur taka hluta námskeiða á ensku og hluta á íslensku. Námskeið á fyrra ári eru kennd á ensku auk þess sem gert er ráð fyrir að nemendur ljúki námskeiðum í ensku á fyrra ári námsins. Flest námskeið á seinna ári eru á íslensku. Nemendur geta tekið námsleiðina á lengri eða styttri tíma en þurfa að hafa náð færni sem nemur stigi A.2.2 í íslensku til að taka námskeið á íslensku í Háskólagátt.

Nám í Háskólagátt er kennt í fjarnámi, en nemendur koma á tvær staðlotur á Bifröst á skólaárinu auk þess sem þeir mæta á nýnemdadaga við upphaf námsins. Hver önn skiptist í tvær sex vikna lotur, svo hvert fimm eininga námskeið er kennt á sex vikum auk einnar námsmatsviku. Til viðbótar er kennd upplýsingatækni í tveggja vikna forlotu við upphaf náms á haustönn. Upplýsingar um námslotur og staðlotur má finna í dagskrá skólaársins.

Í Háskólagátt er notast við vendikennslu sem felur í sér að nemendur fá fyrirlestra á rafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum. Gert er ráð fyrir að nemendur taki virkan þátt í samræðum í verkefna- og umræðutímum. 

Öllum nemendum í háskólagátt fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál býðst kennslustund til stuðnings einu sinni í viku á Teams þar sem þeir fá stuðning í náminu og unnið er með orðaforða á íslensku tengdan náminu.

 • Aðgangsviðmið

  Nám í Háskólagátt er ætlað fullorðnum nemendum. Þeir sem uppfylla eitthvert af eftirfarandi geta sótt um nám í Háskólagátt:

  • Hafa lokið námi til starfsréttinda eða öðru námi af hæfniþrepi 2 eða hærra
  • Hafa lokið Menntastoðum og hafa auk þess a.m.k. 2.-3. ára reynslu á vinnumarkaði
  • Hafa lokið a.m.k. 100 einingum í framhaldsskóla (60 einingum í eldra kerfi)

  Leggi umsækjandi fram gilt raunfærnimat tekur skólinn mið af því við meðhöndlun umsóknar.

  Nám í Háskólagátt er lánshæft hjá Menntasjóði Námsmanna. sjá nánar á www.menntasjodur.is.

  Nemendur þurfa að hafa náð færni í íslensku sem nemur A.2.2. á evrópska tungumálarammanum geta þeir tekið námskeið á íslensku í háskólagátt.

 • Skráningagjöld

  Skráningargjöld 

  Verð fyrir hverja einingu í Háskólagátt er kr. 3.750 eða kr. 18.750 fyrir fimm eininga áfanga. Við samþykkt umsóknar greiðir nemandi hluta skráningargjalda, eða kr. 37.750 í staðfestingargjald, sem jafngildir verði fyrir 10 einingar. Þegar frestur til að skrá sig úr námskeiðum hefur runnið út fær nemandi sendan greiðsluseðil fyrir þeim einingum sem eftir standa. 

 • Styrkir

  Nemendur með stöðu flóttamanns geta sótt um styrk fyrir skráningargjöldum. Styrkir eru í boði fyrir nemendur sem skrá sig í 20 einingar eða fleiri og standast öll sín námskeið. Styrkurinn jafngildir 75% af skráningargjöldum og er greiddur út við lok annar. 20 styrkir eru í boði. Umsækjendur um styrk senda umsóknarbréf þar sem þeir lýsa markmiðum sínum með námi í Háskólagátt. Umsóknarbréfið skal vera um 200-300 orð. Sækja má um styrk með því að senda tölvupóst á netfangið haskolagatt@bifrost.is.

 • Tækifæri til frekara náms

  Nemandi sem hefur staðist stöðumat og sýnt fram á færni í íslensku á stigi B.1.2 getur hafið nám á íslensku við Háskólann á Bifröst ef hann uppfyllir aðgangsviðmið að öðru leyti.

  Þeir sem uppfylla ekki almenn aðgangsviðmið fyrir háskólanám er bent á Háskólagátt Háskólans á Bifröst fyrir nemendur sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.