Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjafi starfar í þágu nemenda og gætir hagsmuna þeirra, þjónustan er einstaklingsbundin og fer fram í trúnaði. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að vellíðan nemenda, efla færni og sjálfsþekkingu þeirra til að ná sem bestum árangri í námi og aðstoða þá að finna áhuga sínum og hæfileikum farveg.
Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf og stuðning í skipulögðum vinnubrögðum í námi, náms- og starfsvali, líðan og heilsu og sérúrræðum í námi.
Náms- og starfsráðgjafi er með skrifstofu á annarri hæð í eldri byggingu skólans. Viðtöl og ráðgjöf fara fram alla virka daga kl. 9-15 á Bifröst, Reykjavík, fjarfundi eða símleiðis. Mánudaga er hægt að panta tíma í Reykjavík.
![]() | Helga Rós Einarsdóttir |