Dómnefnd

Við Háskólann á Bifröst starfar dómnefnd um framgang og akademískt hæfi. Hún leggur mat á hæfi akademískra starfsmanna við nýráðningar og fjallar um framgangsumsóknir í stöður lektors, dósents og prófessors. Nefndin metur einnig rannsóknavirkni starfsmanna á hverju ári samkvæmt stigamatskerfi skólans.

Í nefndinni sitja:

Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus, er formaður

Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lektor í viðskiptafræði

Benedikt Bogason, prófessor og hæstaréttardómari