Heimildaleit

Heimildaleit skref fyrir skrefi


  • Fyrsta skref er að skilgreina viðfangsefnið vel
  • Velja svo hentug leitarorð, ensk og íslensk
  • Athuga víðari og þrengri heiti, samheiti, mismun á enskum og bandarískum rithætti, behaviour eða behavior o.s.frv.
  • Val á gagnasöfnum
  • Nemendur sem ekki eru staddir á Íslandi þurfa að setja upp VPN tengingu og tengjast með henni áður en heimildaleit hefst.

Nemendur eru hvattir til að hefja heimildaleit í Leitir.is og/eða Google Scholar sem eru sérhæfðar til leitar að ritrýndum heimildum. Síðan er hægt að þrengja leitina og fara í þau gagnasöfn sem í boði eru, þau eru neðar á þessari síðu.

Leitir.is er leitargátt sem leitar samtímis í Gegni sem er samskrá flestra bókasafna á landinu, stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi (hvar.is) sem og í séráskriftum Háskólans á Bifröst.

Google Scholar leitar nánast eingöngu að vísindaefni á netinu; ritrýndum greinum, ritgerðum, bókum, sérprenti, útdráttum og skýrslum í öllum helstu fræðigreinum. Google Scholar veitir aðgang að heildartexta efnis sem keypt er í Landsaðgangi og efnis sem birt er í opnum aðgangi.

Í tenglinum hér að neðan er Leitir.is stillt á að finna eingöngu efni sem er til í bókasafni Háskólans á Bifröst

Kynnið ykkur þá þjónustu sem er í boði á bókasafninu ykkar við öflun heimilda sem þið komist ekki í á netinu. 

Hægt er að nota rafræn skilríki til innskráningar í Leitir.is, þar er hægt að vista heimildaleitina á "Mínar síður" Innskráning gefur einnig möguleika á að framlengja lán og panta efni í millisafnaláni.

Rafræn gagnasöfn og tímarit - opin á háskólaneti Bifrastar

Til þess að tengjast háskólaneti Bifrastar þurfa þeir sem ekki eru á Bifröst eða í Borgartúni að nota VPN tengingu á netvafrann.

Leiðbeiningar um uppsetningu á VPN tengingu er að finna hér.  

ProQuest One Business

EbookCentral

EBSCOhost Ebook Business Collection 

Snara.is 

Rafræn gagna- og tímaritasöfn í Landsaðgangi - www.hvar.is

Athugið að nemendur sem ekki eru staddir á Íslandi þurfa að setja upp VPN tengingu og tengjast með henni áður en heimildaleit hefst í öllum gagnasöfnum þar sem aðgangur að þeim er bundinn við íslenskar IP-tölur.

ProQuest

Þverfaglegt gagnasafn, hægt er að afmarka leitina við einstök fræðasvið

Leiðbeiningar um leitir í ProQuest - á ensku

Sage Journals

Tímaritasafn

Scopus

Efni úr meira en 21. þús. ritrýndra vísindarita eftir 1970, auk annars efnis s.s. rafbóka og ráðstefnugagna á sviði félagsvísinda ofl. 

ScienceDirect

Þverfaglegt gagnasafn, hægt er að afmarka leitina við einstök fræðasvið

SpringerLink

Þverfaglegt gagnasafn, velja þarf fagsvið úr lista áður en leit hefst. Takið hakið úr þar sem stendur Include Preview-Only content til að leita eingöngu í efni sem er aðgangur að

Web of Science

Þverfaglegt gagnasafn sem nær aftur til 1970. 

Wiley Online Library

Einkum félags- og hugvísindi. Heildartextar opnir aftur til 1997-

Kynningarmyndband um leit og vistun heimilda í Wiley - á ensku


Gagnasöfn í opnum aðgangi

Tímarit.is

Yfir 230 stafræn dagblöð frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Opin vísindi

Rafrænt gagnasafn sem inniheldur rannsóknir íslenskra fræðimanna sem styrktar eru fyrir opinbert fé, auk doktorsritgerða. Safnið var opnað í september 2016.

Skemman.is

Safn lokaritgerða frá íslenskum háskólum. Lokaritgerðir Háskólans á Bifröst er hægt að nálgast á stafrænu formi frá árinu 2009, eldri ritgerðir eru til á bókasafni skólans. Þær eru aðeins til notkunar á safninu. Afritun er óheimil nema að fengnu leyfi höfundar.