Heimildaleit

Heimildaleit skref fyrir skref


 • Þið þurfið að auðkenna ykkur til að komast í heildartexta í rafrænum safnkosti með WAYF, sem þýðir að þið skráið ykkur inn í gegnum Microsoft með bifrastarnetfangi og lykilorði. Smella síðan á OK þegar WAYF millisíðan kemur upp.
 • Aðgangur að Snöru er áfram með VPN.
 • VPN innskráningarleið gæti enn þurft að nota í sumum tilfellum, sérstaklega ef notendur eru staddir utan Íslands - setja upp VPN tengingu og tengjast vafra með henni áður en heimildaleit hefst

Fyrstu skref

 • Fyrsta skref er að skilgreina viðfangsefnið vel, hver er rannsóknarspurningin, um hvað er verkefnið þitt? Geturðu fundið grundvallarhugtök sem tengjast henni? 
 • Kannski eru grunnhugtökin kennd í námskeiðinu, kannski getur leiðbeinandi aðstoðað þig með sérstök orð eða hugtök um efnið.
 • Veldu svo hentug leitarorð, prófa bæði ensk og íslensk
 • Athuga víðari og þrengri heiti, samheiti, mismun á enskum og bandarískum rithætti, behaviour eða behavior o.s.frv.

Nokkur hagnýt ráð

 • Prófið að setja * í endann á orði, t.d. progast* - stjarnan gefur leitarvélinni möguleika á að finna orð sem enda á mismunandi hátt frá þeim stað þar sem hún er sett og útilokar þannig ekki mun á bandarískum eða breskum rithætti, eintölu eða fleirtölu.
 • Prófið að setja gæsalappir utan um tvö orð, t.d. "marketing creative industries" - þannig takmarkar leitarvélin sig við aðeins þessa samsetningu orða í niðurstöðunni.
 • Forðist að nota Google í fyrstu leit, þið eruð að leita að sérhæfðara efni en venjulega og algorithmi Google þekkir leitarhegðun ykkar og vinnur út frá henni. Notið frekar Google Scholar.
 • AND með hástöfum milli tveggja orða, leitar að öllu efni með báðum orðunum, virkar svipað og gæsalappir, í Google Scholar er líka hægt að setja plús/+ á milli orða 
  NOT með hástöfum milli tveggja orða, leitar aðeins að fyrra orðinu og ekki því sem er með NOT fyrir framan, í Google Scholar er líka hægt að setja mínus/- á milli orða 
  OR með hástöfum milli tveggja orða, leitar að 
 • Skoðið vel þrengingarmöguleika eða afmörkun leitar við ákveðna þætti, t.d. ritrýnt efni, tímabil eða efni. Í flestum leitarvélum eru þessir möguleikar settir fram vinstra megin á síðunni.

Nemendur eru hvattir til að hefja heimildaleit í efni sem er til í bókasafni Háskólans á Bifröst.

Séu niðurstöður ekki eins og vænst er til er hægt að víkka leitina með því að fara á Leitir.is og/eða Google Scholar sem leita í stærri potti. Þá getur verið nauðsynlegt að þrengja leitina og jafnvel afmarka leitina enn frekar með því að fara beint í þau gagnasöfn sem í boði eru,  sjá lista neðst á þessari síðu.

Nemendur geta innskráð sig á leitir.is og fengið þannig möguleika að að biðja um rit í millisafnláni. Hægt er að nota rafræn skilríki til innskráningar í bifrost.leitir.is, þar er hægt að vista heimildaleitina á "Mínar síður" Innskráning gefur einnig möguleika á að framlengja lán og panta efni í millisafnaláni. Á forsíður Leitir.is geta nemendur sótt sér stafræn bókasafnsskírteini með QR kóða.

 • Munurinn á Leitir og Google

  Hver er munurinn á Leitir og Google?

  Leitir.is er leitargátt sem leitar í Gegni sem er samskrá flestra bókasafna á landinu, það er undirliggjandi gagnagrunnur Leita. Eins er leitað í stafrænu íslensku efni ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi (hvar.is) sem og í séráskriftum háskóla. Að auki gefur Leitir ykkur tækifæri til að finna efni í öðrum íslenskum gagnagrunnum, svo sem Timarit.is og í Sarpi, sem er munaskrá íslenskra minjasafna.

  Google Scholar leitar nánast eingöngu að vísindaefni á netinu; ritrýndum greinum, ritgerðum, bókum, sérprenti, útdráttum og skýrslum í öllum helstu fræðigreinum. Google Scholar veitir aðgang að heildartexta efnis sem keypt er í Landsaðgangi og efnis sem birt er í opnum aðgangi.

  Þess vegna mælum við fyrst og fremst með þessum tveimur leitarvélum þegar leitað er heimilda fyrir verkefni á háskólastigi

 • Gagna- og tímaritssöfn á hvar.is

  Gagna- og tímaritasöfn í landsaðgangi - www.hvar.is

  Athugið að nemendur sem ekki eru staddir á Íslandi þurfa að setja upp VPN tengingu og tengjast með henni áður en heimildaleit hefst í öllum gagnasöfnum þar sem aðgangur að þeim er bundinn við íslenskar IP-tölur.

  ProQuest

  Þverfaglegt gagnasafn, hægt er að afmarka leitina við einstök fræðasvið

  Leiðbeiningar um leitir í ProQuest - á ensku

  Sage Journals

  Tímaritasafn

  Scopus

  Efni úr meira en 21. þús. ritrýndra vísindarita eftir 1970, auk annars efnis s.s. rafbóka og ráðstefnugagna á sviði félagsvísinda ofl. 

  ScienceDirect

  Þverfaglegt gagnasafn, hægt er að afmarka leitina við einstök fræðasvið

  SpringerLink

  Þverfaglegt gagnasafn, velja þarf fagsvið úr lista áður en leit hefst. Takið hakið úr þar sem stendur Include Preview-Only content til að leita eingöngu í efni sem er aðgangur að

  Web of Science

  Þverfaglegt gagnasafn sem nær aftur til 1970. 

  Wiley Online Library

  Einkum félags- og hugvísindi. Heildartextar opnir aftur til 1997-

  Kynningarmyndband um leit og vistun heimilda í Wiley - á ensku

 • Gagnasöfn í opnum aðgangi

  Gagnasöfn í opnum aðgangi

  Tímarit.is

  Yfir 230 stafræn dagblöð frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

  Opin vísindi

  Rafrænt gagnasafn sem inniheldur rannsóknir íslenskra fræðimanna sem styrktar eru fyrir opinbert fé, auk doktorsritgerða. Safnið var opnað í september 2016.

  Skemman.is

  Safn lokaritgerða frá íslenskum háskólum. Lokaritgerðir Háskólans á Bifröst er hægt að nálgast á stafrænu formi frá árinu 2009, eldri ritgerðir eru til á bókasafni skólans. Þær eru aðeins til notkunar á safninu. Afritun er óheimil nema að fengnu leyfi höfundar.

Uppfært í janúar 2024