Menningarstjórnun og mannaldarsúpa

Háskólinn á Bifröst hélt í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur áhugaverða málstofu um  hlutverk lista og menningarstofnana gagnvart manngerða vá samtímans. Spurt var hvort menningarstofnanir beri ábyrgð á því hvernig mannkynið fer með Jörðina? Eða er meint umhverfisvitund fyrst og fremst gluggaskraut til þess létta á mannaldarmóralnum? Getur menningarstarfsemi lagt eitthvað til í umhverfis- og loftslagsmálum?

Bergsveinn Þórsson, safnafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst, flutti fyrirlesturinn Mannaldarsúpa: um efniskennd og birtingarmyndir loftslagsvár á söfnum sem byggir á doktorsverkefni hans. Að því loknu stýrði Njörður Sigurjónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, umræðum. Með Bergsveini í panel er Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík.

Málstofan var haldin í húsnæði Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og var hún öllum opin.


Menningarstjórnun og mannaldarsúpa
Upptaka af málstofu í Hafnarhúsinu 21. mars 2023