MA-MCM í menningarstjórnun

Rekstur og stjórnun á grunni gagnrýni og skilnings

Markmið námsins er að veita nemendum þann grunn og þjálfun í stefnumótun, stjórnun og rekstri sem nauðsynlegur er í menningarumhverfi samtímans. Háskólinn á Bifröst er eini háskólinn hér á landi sem býður upp á þessa samsetningu náms og reynslan hefur sýnt að nemendur sem útskrifast með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Bifröst eru eftirsóttir starfskraftar og samstarfsmenn á sviði menningar- og menntastjórnunar. 

Sérstaða

Bifröst hefur boðið upp á nám í menningarstjórnun síðan árið 2004 og er eini íslenski háskólinn til þess. Námið hefur slípast með árunum og mótast í samræmi við íslenskt menningarumhverfi og þær áskoranir sem bíða nemenda eftir að námi lýkur. Þar sem námið byggir jafnt á fræðilegri og hagnýtri nálgun gefur það nemendum kost á að vinna með og þróa gagnrýna sýn á menningu og menningarpólitík, um leið og þeir öðlast hagnýta þjálfun sem lýtur að rekstri, stjórnun og skipulagningu.

Áherslur, framvinda og námslok

Námið er 90 einingar á meistarastigi í fjarnámi og er unnt að ljúka náminu á þremur önnum. 

Allir nemendur ljúka fimm kjarnanámskeiðum auk þriggja skyldunámskeiða sem bundin eru við hvora áherslulínu um sig og tveggja valfaga sem í boði eru hverju sinni. Nemandi í fullu námi hefur jafnan vinnu við MA verkefni á annari önn og líkur henni á þeirri þriðju með einu eða tveimur námskeiðum. Meistararverkefni eru varin formlega frammi fyrir prófdómurum.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í námið er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, B.Ed eða BFA) eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla. Þeir sem ljúka námi fá MA gráðu í menningarstjórnun sem jafngildir meistaraprófi (stig 2.2) samkvæmt viðmiðum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður 2011.

Námskrá

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu. Umsjón með námslínu: Dr. Njörður Sigurjónsson

Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á menningar- og menntasviðinu. Námið hefur verið í boði frá árinu 2004 og er mótað með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu menningarumhverfi og þeim áskorunum sem bíða nemenda eftir að námi lýkur.

Hér má finna skipulag MA námsins í kennsluskrá skólans

Hér má finna skipulag MCM námsins í kennsluskrá skólans

Hvað segja nemendur

Ég er óendanlega þakklát fyrir allt það sem námið á Bifröst hefur gefið mér. Fyrir utan andlegu næringuna sem fylgdi því að fá að dvelja í þessu ótrúlega fallega umhverfi þá var námið sjálft ævintýri frá upphafi til enda. Besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. (Edda Björgvinsdóttir, leikkona)

Umsóknarfrestur er til 10. desember nk.

SÆKJA UM