Velkomin í Háskólann á Bifröst
-
Aðgangur og auðkenni
Nemendur við Háskólann á Bifröst fá úthlutað Bifrastar-auðkenni, sem veitir þeim aðgang að tölvukerfum háskólans, s.s. Uglu, Canvas kennslukerfinu og Inspera prófakerfinu.
Auðkennin samanstanda af aðgangsorði og lykilorði og eru sótt í samskiptagáttina þar sem umsóknir eru afgreiddar. Þú ferð undir yfirlit umsókna og um leið og auðkennið þitt er tilbúið til afhendingar birtist grænn hnappur sem smellt er á.
Þú skráir þig inn á samskiptagáttina með rafrænum skilríkjum.
-
Ugla - vertu með á nótunum
Ugla er innri vefur Háskólans á Bifröst og sneisafull af bæði mikilvægum og gagnlegum upplýsingum fyrir þig sem nemanda við háskólann. Á forsíðunni birtst jafnframt Uglan þín með aðgang að þínum upplýsingum, s.s. tölvupósti, námskeiðum og fleira gagnlegu.
Smá Uglan er síðan snilldarapp sem nálgast má í App Store og GooglePlay. Með appið í farsímanum ertu með enn betri aðang að öllum þeim mikilvægu upplýsingum sem birtast á Uglunni.
Áður en þú kemst inn á Uglu, þarftu að sækja Bifrastar-auðkenni fyrir þig. Það gerir þú undir Yfirlit umsókna í samskiptagátt Háskólans á Bifröst.
Þegar þú ert komin með auðkennin getur þú skráð þig inn á ugla.bifrost.is. (Einnig er flýtival inn á Uglu á forsíðu háskólavefjarins á bifrost.is)
Gera má ráð fyrir að 1-2 klst. líði frá því að þú greiðir skrásetningargjaldið þar til gengið hefur verið frá útgáfu á Bifrastar-auðkennum fyrir þig.
Á Uglunni getur þú fylgst með tölvupóstum, tilkynningum frá háskólanum, námskeiðunum þínum, einkunnum og fleira og fleira - auk þess sem þú getur farið beint inn á mikilvæg kerfi af Uglunni.
Þá skráir þú þig í námskeið á Uglunni. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum um námskeiðskráningar. Aðeins þú getur skráð þig í námskeið og sú skráning getur aðeins farið fram á Uglunni þinni.
Við mælum þess vegna með því að þú venjir strax komur þínar á Uglu, um leið og þú getur. Hún veitir einstaklega þægilega og aðgengilega yfirsýn yfir hluti sem skipta þig máli sem nemanda við Háskólann á Bifröst.
-
Canvas kennslukerfið
Canvas er stafrænt kennslukerfi fyrir samskipti kennara og nemenda. Nemendur geta á einum og sama staðnum sótt kennsluefni ásamt öðrum upplýsingum sem tengjast námskeiðum, sótt fyrirlestra, tekið þátt í spjallþráðum og fleira. Þá geta nemendur einnig skráð sig saman í hópa og átt í umræðum innan hópsins og skilað verkefnum saman, svo að dæmi séu tekin.
Þú kemst inn á Canvas á Uglunni eða skráir þig beint inn á kennslukerfið með Bifrastar-auðkenninu þínu.
Þú getur jafnframt hlaðið niður Canvas appinu á farsímann þinn - algjör snilld - á App Store eða GooglePlay.
-
Inspera prófakerfið
Inspera er lokað prófakerfi sem hentar einstaklega vel háskólum sem sérhæfa sig í stafrænni miðlum líkt og Háskólinn á Bifröst.
Kerfið hefur verið í notkun hér á landi um nokkurra ára skeið. Það er norskt að uppruna og þykir bæði þægilegt og aðgengilegt í noktun.
Inspera er í notkun hjá flestum ef ekki öllum háskólum á Íslandi og fjölmörgum norrænum háskólum.
-
Samskiptagátt og námsumsóknir
Umsóknir um háskólanám við Bifröst fara fram í samskiptagátt háskólans.
Námskeiðskráningar fara hins vegar fram á Uglu. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um það, að hver og einn nemandi ber ábyrgð á skráningu í námskeið og þar með á eigin námsframvindu.
Þú skráir þig inn í samskiptagátt með rafænum skilríkjum.
Þú skráir þig inn á Uglu með Bifrastar-auðkenni (notendanafn og lykilorð) sem þú sækir inn á samskiptagátt undir "Yfirlit umsókna").
-
Þjónustuborð
Þjónustuborð Háskólans á Bifröst er opið kl. frá 09:00 til 15:00 (lokað 12:00-13:00).
Tekið er við fyrirspurnum á bifrost@bifrost.is, síma 433 3000 eða í skilaboðaskjóðu á bifrost.is.
Tekið er við beiðnum um tækniaðstoð á hjalp@bifrost.is.
Móttökustjóri þjónustuborðs er Lára Lárusdóttir.
-
Þjónustugátt
Á vefforsíðunni okkar er veittur aðgangur að þjónustugátt. Þú skráir þig með rafrænum skilríkjum inn á gáttina.
Þjónustugáttin veitir þér aðgang að ýmsum vottorðum, staðfestingum og umsögnum varðandi skólagönguna á Bifröst.
Á meðal þess sem þú getur sótt þangað er:
- Staðfest námsferilsyfirlit
- Staðfesting á skólavist
- Staðfesting á upphæð skólagjalda
- Staðfesting á loknum einingum
- Umsókn um mat á fyrra námi (Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um matsferlið)
Vinsamlegast athugaðu að kvittun fyrir greiðslu skólagjalda er í heimabanka. Reikningur fyrir skólagjöldum birtist undir rafræn skjöl. Um leið og þú hefur greitt reikninginn birtist þar hnappur sem gerir þér kleift að prenta út kvittun fyrir greiðslunni (opna reikninginn og velja Prenta út PDF)
-
Tækniaðstoð
Aðstoð vegna tæknilegra vandamála og notkunar á kennslukerfum skólans
Ef þig vantar aðstoð sendu okkur tölvupóst á hjalp@bifrost.is. Á skrifstofutíma má einnig hringja í síma 433 3080 eða í þjónustuborð skólans í 433 3000.
-
Náms- og starfsráðgjöf
Hlutverk náms- og starfsráðgjafar Háskólans á Bifröst er að veita nemendum margvíslegan stuðning og þjónustu meðan á námi stendur.
Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að auknum árangri og vellíðan í námi. Náms- og starfsráðgjöf fer fram í trúnaði.
Viðtöl við náms- og starfsráðgjafa eru bókuð hér. Viðtöl eru veitt sem staðviðtal í Borgartúni 18 eða sem fjarviðtal á Teams.
-
Bókasafn
Nemendur við Háskólann á Bifröst geta sótt margs konar þjónustu til bókasafnsins. Auk þess sem bókasafnið hefur milligöngu um útlán á rafrænu efni, s.s. rafbókum og raftímaritum, þá rekur safnið gagnlegar upplýsingasíður á háskólavefnum sem snúa m.a. að heimildaleit og heimildaskráningu svo að dæmi séu nefnd.
Ef þig vantar upplýsingar um hvernig þú getur nýtt þér þjónustu bókasafnsins, sendu þá endilega póst á bokasafn@bifrost.is eða hafðu samband í síma 433 3099 á opnunartíma safnins kl. 08:00-16:00 virka daga.
-
Staðlotur
Nám við Háskólann á Bifröst fer fram í lotubundinni kennslu. Hverri önn er skipt upp í tvær lotur, sem taka 7 vikur hvor. Hver lota gerir svo ráð fyrir einni staðlotu, sem fer jafnan fram í kringum helgar.
Enda þótt ekki sé skylda á mæta á staðlotur, þá eru þær mikilvægur liður í náminu. Staðlotur veita sem dæmi nemendum tækifæri til þess að hitta kennara og samnemendur og taka þátt í hópverkefnum, fyrirlestrum og umræðum, allt eftir því sem við á.
Staðloturnar eru einnig mikilvægur liður í háskólanáminu þínu fyrir þau persónulegu tengsl sem myndast þegar þú ert á staðnum og það tækifæri sem þær veita þér til að þróa samstarfs- og samskiptahæfni hjá þér í þínu fagi. Þá er tengslamyndun mikilvægur undirbúningur fyrir framtíðina og þá möguleika sem námið getur veitt þér.
-
Mikilvægar dagsetningar
Hvert skólaár markast af mikilvægum dagsetningum. Við höfum safnað þeim mikilvægustu saman á einn stað á háskólavefnum undir heitinu Dagskrá skólaársins.
-
Nýnemadagar
Nýnemardagur háskólanema er 16. ágúst nk. Hjá háskólagátt er nýnemadagurinn aðeins fyrr eða 9. ágúst.
Í upphafi hvers skólaárs er nýnemadagur, annars vegar hjá grunn- og meistaranemum og hins vegar hjá Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Á nýnemadögum kynnum við námið okkar fyrir nýjum nemendum. Þú færð mikilvægar leiðbeiningar fyrir tölvukerfin og upplýsingatæknina sem námið þitt byggir á ásamt heildstæðum upplýsingum um þá þjónustu sem nemendur hafa aðgang að og hverju gæta þurfi að, svo að allt geti gengið snurðulaust fyrir sig í náminu.
-
Nemó
Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst. Til að hafa samband við nemendafélagið er bent á facebooksíðu félagsins og einnig hægt að senda póst á netfangið nemendafelag@bifrost.is.
Félagið stendur jöfnum höndum fyrir ýmsum viðburðum í félagslífi nemenda og hefur það á frábærri aðstöðu að skipa á háskólasvæðinu þar sem viðburðir á vegum þess fara fram.
Þá er nemendafélagið er meðlimur í LÍS – Landssamtökum íslenskra stúdenta ásamt öðrum stúdentafélögum landsins.
-
Svör við algengum spurningum
Að hefja nám á háskólastigi getur vakið upp ýmsar spurningar. Við höfum þess vegna tekið saman á einum stað svörin við öllum algengustu spurningunum - smelltu hér.
Ugla er innri vefur Háskólans á Bifröst og þaðan er miðlað gagnlegum upplýsingum ætlaðar nemendum og starfsmönnum háskólans. Mikilvægt er því að fylgjast vel með Uglu yfir námstímann.
Ef þú ert með spurningar sem þú finnur hvergi svör við gæti einhver af eftirtöldum veitt þér upplýsingarnar sem þú leitar að:
- Þjónustuborð (bifrost@bifrost.is, s. 433 3000)
- Tækniaðstoð (hjalp@bifrost.is)
- Náms- og starfsráðgjafi (namsradgjof@bifrost.is)
- Verkefnastjóri grunnnáms viðskiptadeildar (vidskiptadeild@bifrost.is)
- Verkefnastjóri grunnnáms félagsvísindadeildar (felagsvisindadeild@bifrost.is)
- Verkefnastjóri grunnnáms lagadeildar (lagadeild@bifrost.is)
- Verkefnastjóri meistaranáms (meistaranam@bifrost.is)
- Verkefnastjóri háskólagattar (haskolagatt@bifrost.is)
Frekari upplýsingar eru veittar á þjónustuborði eða hjá verkefnastjórum nemendaskrár