Nemendafélag Háskólans á Bifröst

Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst. Til að hafa samband við nemendafélagið er bent á facebooksíðu félagsins og einnig hægt að senda póst á netfangið nemendafelag@bifrost.is.

Nemendafélagið er málsvari nemenda gagnvart skólanum. Nemendur eru hvattir til þess að senda fyrirspurnir og erindi um málefni sem þeir telja að þarfnist úrlausnar á netfang Nemendafélagsins. Ábendingum er komið nafnlaust áleiðis sé þess óskað.

Nemendafélagið er meðlimur í LÍS – Landssamtökum íslenskra stúdenta ásamt öðrum stúdentafélögum landsins. LÍS er samstarfsvettvangur stúdenta til að vinna að sameiginlegum markmiðum sínum þvert á skóla. Nemendafélagið hefur sína fulltrúa í samtökunum.

Viðburðir nemendafélagsins

Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum í félagslífi nemenda og eru nokkrir listaðir hér að neðan. Sérstaklega er leitast eftir því að halda stærri viðburði á fjarnemahelgum til að koma til móts við fjarnema skólans. Árið byrjar á því að nýir nemendur eru boðnir hjartanlega velkomnir og hópnum þjappað saman. Nýnemaball er svo haldið á fyrstu fjarnemahelgi grunnnema.

Nemendafélagið hefur frábæra aðstöðu á háskólasvæðinu þar sem viðburðir eru haldnir. Þess á milli er aðstaðan opin öllum nemendum í gegnum Bifrastarkortið. Í aðstöðunni er hægt að spila pool, fara í pílu, spila hin ýmsu spil, keppa í borðtennis, horfa á þætti eða kvikmyndir og svo er hægt að setjast niður með kaffi og spjalla.

Nýnemaball eða haustfagnaður er í byrjun september til að hrista saman hópinn og hafa gaman saman.

Halloween er árlegur viðburður og er í lok október. Þar leggja nemendur mikinn metnað í búningana og hafa viðburðirnir verið á hinum ýmsum stöðum og alltaf heppnast hryllilega vel.

Biftóberfest er hátíð í október og dregur nafn sitt af októberfest. Þar er tjaldað upp stóru tjaldi fyrir utan kaffihúsið þar sem nemendur skemmta sér yfir tónleikum.

Gettu Bifröst er spurningakeppni innan skólans, þar keppa öll svið háskólans ásamt starfsfólki skólans.

Pub quiz, karokí og ýmsar skemmtanir eru síðan reglulegur viðburður á þriðjudögum og einnig á vinnuhelgum.

Stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst

Formaður
Egill Örn Rafnsson, félagsvísindadeild

Fjármálastjóri/Varaformaður
Gabriel Olav Wang Auðunsson, viðskiptadeild

Markaðsstjóri/ritari
Bryndís Inga Reynis

Hagsmunafulltrúi
Kara Friðriks

Hagsmunaráð Háskólans á Bifröst

Fulltrúi nemenda í deildarráði félagsvísindadeild
Ársæll Sigurlaugar Níelsson

Fulltrúi nemenda í deildarráði lagadeildar
Thelma Theodórsdóttir

Fulltrúi nemenda í deildarráði viðskiptadeildar
Hlynur Finnbogason

Fulltrúi Háskólagáttarnema í háskólaráði
Vantar

Fulltrúar grunnnema í háskólaráði
Egill Örn Rafnsson
Hlynur Finnbogason
Ragnheiður I. Sigurgeirsdóttir

Fulltrúi nemenda í jafnréttisnefnd
Erla Björg Eyjólfsdóttir

Fulltrúi nemenda í áfrýjunarnefnd
Jóhann Gylfi Þorbjörnsson 

Fulltrúi nemenda í íbúaráði
Vantar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta