Háskólaskrifstofa
Starfsfólk háskólaskrifstofu hefur gildi skólans samvinna, frumkvæði og ábyrgð að leiðarljósi í allri sinni vinnu.
Við upplýsum kennara og nemendur um skipulag skólaársins og þær reglur sem gilda almennt um nám og kennslu í skólanum.
Við leggjum okkur fram við að afgreiða erindi nemenda með skilvirkum hætti eða beina þeim í þann farveg sem á við hverju sinni.
Við kappkostum að veita nemendum og kennurum stuðning og góða þjónustu við nám og störf í skólanum.