Mannauður

Við Háskólann á Bifröst starfar samhent sveit vaskra starfsmanna, annars vegar við kennslu og rannsóknir og hins vegar við stjórnsýslu háskólans. Á heildina litið má skipta starfseminni í nokkrar aðskildar deildir. Kennsla og rannsóknir greinast í þrjár deildir sem eru félagsvísindadeild, lagadeild og viðskiptafræðideild. Við Háskólann á Bifröst er svo einnig starfandi bæði öflug endurmenntunardeild, sem sérhæfir sig í framboði á styttri einingarbærum námskeiðum og örnámi, og háskólagátt sem undirbýr nemendur fyrir nám á háskólastigi. Þá er háskólagátt Háskólans á Bifröst enn fremur með námsleiðir fyrir fólk sem er með annað tungumál en íslensku að móðurmáli.

Störf við Háskólann á Bifröst eru jafnan auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Venjan er sú að auglýsa störf laus til umsóknar á Alfred.is auk þess sem valdar atvinnuauglýsingar hafa einnig verið birtar í helstu dagblöðum eða tímaritum. Í þeim tilvikum sem stöður í yfirstjórn háskólans eru lausar hafa hæfnisnefndir verið skipaðar sem meta hæfni umsækjenda. ráðið Nánari upplýsingar um ráðningar við Háskólann á Bifröst veitir mannauðsstjóri.