Endurmenntun
Endurmenntun Háskólans á Bifröst býður upp á fjölbreytt námskeið og styttri námsleiðir fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína, þróa færni og taka forskot á framtíðina. Mörg námskeiðanna eru einingabær og nýtast í áframhaldandi námi eða til einstakrar þróunar í starfi. Okkar sérstaða er öflugt fjarnám sem mætir þörfum þeirra sem eru á vinnumarkaði og vilja læra á eigin hraða.
Sérsniðnar fræðslulausnir fyrir fyrirtæki
Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar fræðslulausnir fyrir atvinnulífið. Með áralangri reynslu af samstarfi við fyrirtæki höfum við þróað árangursríkar leiðir til að efla þekkingu og hagnýta færni starfsmanna. Sem dæmi um slíkt er gjöfult samstarf við Samkaup um leiðtoganám fyrir verslunarstjóra.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun [hjá] bifrost.is