Stjórnunareftirlitskerfi
Í þessu námskeiði er fjallað um stjórnunareftirlitskerfi (management control systems), sem eru mikilvægustu tæki og tól stjórnenda til að tryggja framfylgd markmiða fyrirtækis. Umræðan er ekki einskorðuð við lykilmælikvarða (KPIs) og árangursstjórnun (performance management), heldur er byggð upp nauðsynleg þekking svo nemendur geti innleitt og hannað viðeigandi stjórnunareftirlitskerfi og tekur umfjöllunin meðal annars mið af því hvernig ytri og innri aðstæður fyrirtækis hafa áhrif, sem dæmi skipulag, stefna og markmið fyrirtækis.
Mikilvæg umræðuatriði eru árangursstjórnun, mannleg hegðun, ábyrgðastöðvar, balance scorecard, fjárhagslegir og ófjárhagslegir mælikvarðar, áhættukerfi, áætlanir og spár og hvatakerfi.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar vel millistjórnendum og öðrum í ábyrgðarstöðum innan fyrirtækja og stofnana þar sem áætlanir, árangursmælingar og -stjórnun skipa sess í daglegu starfi.
Þátttökugjald er 156.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Húni Jóhannesson, stundakennari við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 4. maí.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst