Hriflan

Hlaðvarp Háskólans á Bifröst. Ritstjóri er Magnús Skjöld, dósent við félagsvísindadeild.

Valur Gunnarsson rithöfundur, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og dr. Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, ræða innrás Rússa í Úkraínu. Hvers vegna skyldu spár um skjótan sigur Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eftir?

Fjallað er um erfið mál sem setja mark á umræðuna hverju sinni. Hvað má segja og hvað ekki og á hvaða hátt skiptir máli hvernig hlutirnir eru ræddir? Álitsgjafar eru Njörður Sigurjónsson, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmaður og Andri Snær Magnason, rithöfundur.

Kristrúnu Frostadóttir, alþingismaður, Gunnar Haraldsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóra Intellicon og Hanna Kristín Skaptadóttir, lektor við Háskólann á Bifröst og ræða hagræn málefni í stóru samhengi - vaxandi ójöfnuð, framtíðina, nýja tækni, fasteignamarkaðinn, gervigreind og „fjórðu iðnbyltinguna”.

Í þessum fjórða þætti Hriflunnar er sjónum beint að pólitíska þætti Íslandsbankasölunnar og siðferðislegri ábyrgð. Auk þess sem bankasalan er rædd sem slík er málið skoðað út frá m.a. blokkaskiptingu í stjórnmálum,  aukinni efnahagslegri misskiptingu, átakastjórnmálum, forheimskun upplýsingaóreiðunnar og vaxandi reiði og bjargleysi á meðal efnaminna fólks. Álitsgjafar eru Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Reykjaíkurborgar, Páll Rafnar Þorsteinsson, verkefnisstjóri við Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Sævar Ari finnbogason, aðjúnkt í heimspeki við Háskólann á Bifröst.