Gæðamál

Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á öflugt og umbótamiðað gæðastarf sem tekur til allrar starfsemi skólans. Gæðastarfinu er ætlað að hámarka gæði náms, kennslu og rannsókna við háskólann með það að markmiði að bjóða nemendum, kennurum og starfsfólki upp á lærdómssamfélag sem mætir íslenskum og alþjóðlegum gæðakröfum sem og að tryggja gæði prófgráða frá Háskólanum á Bifröst. Gæðakerfið á að taka mið af og leitast við að uppfylla kröfur sem gerðar eru til ytra og innra mats háskóla. Gæðastarfið skal vera opið, gegnsætt og einkennast af gagnrýnum og framsýnum viðhorfum. Gæðakerfið felur í sér viðleitni til úrbóta og skal stöðugt vera í endurskoðun og framþróun skólans. 

Gæðastjóri Háskólans á Bifröst er Lydía Geirsdóttir.  

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta