Örnám

Örnám (e. microcredentials) eru stuttar námslínur á háskólastigi. Sérstaða örnáms er að námið er metið á grunni ECTS eininga og lýtur því öllum þeim gæðakröfum sem gerðar eru til náms á háskólastigi hvað færni og þekkingu varðar. Örnámið við Háskólann á Bifröst er kennt í fjarnámi og hentar því afar vel meðfram vinnu og öðru námi. Örnám má meta til stytt­ing­ar grunn- eða meistaranáms eða til inn­töku í nám á meist­ara­stigi.

Örnám hefur vaxið hratt í Evrópu á undanförnum árum. Það er ekki síst vegna krafna atvinnulífs og einstaklinga um hæfniþróun og möguleika á endurmenntun í formi styttri námleiða. Þróun örnáms er í takti við kröfur um aukinn sveigjanleika í námi. Örnám býður upp á fleiri möguleika fyrir fólk sem langar að spreyta sig á nýju háskólanámi eða fyrir þá sem uppfylla ekki skilyrði til menntunar á háskólastigi.

Áætlað er að helmingur núverandi starfa í atvinnulífinu muni breytast eða jafnvel hverfa á næstu árum. Um 65% nemenda í grunnskólum í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem enn eru ekki til. Spár segja einnig að þriðjungur þeirrar færni sem í dag er mikil eftirspurn eftir, verði næstum óþörf eftir þrjú ár.

Hvað er örnám?

Endurmenntun | Örnám
Frumkvöðlastarf á Íslandi Örnám

Frumkvöðlastarf / Entrepreneurship

18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum í fjarnámi sem eru 6 ECTS einingar hvert. Kennt á ensku.

Haustmisseri 2025
Þrjú sjö vikna námskeið
Fida Abu Libdeh, Arnar Sigurðsson and Michael Hendrix

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
225.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Lög og sjálfbærni Örnám

Lög og sjálfbærni

Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Ingi B. Poulsen og Hanna Björg Konráðsdóttir

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2025
300.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Samningar og sáttamiðlun Örnám

Samningar og sáttamiðlun

Námið er samtals 12 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 3 ECTS einingar hvert.

Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Unnar Steinn Bjarndal Björnsson og Ari Karlsson.

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
490.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Fyrirtækjalögfræði Örnám

Fyrirtækjalögfræði

Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

Skólaárið 2025-2026
Þrjú sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Eva Halldórsdóttir og Fróði Steingrímsson

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
225.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Innra eftirlit og regluvarsla Örnám

Innra eftirlit - innri endurskoðun og regluvarsla

Námið er samtals 24 ECTS einingar og samanstendur af fjórum námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir, Rut Gunnarsdóttir og Sif Einarsdóttir

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
300.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Gæðastjórnun Örnám

Gæðastjórnun

12 ECTS einingar á grunnnámsstigi

Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Einar Svansson og Sigurður Harðarson

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2025
490.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Lögfræði fjármálamarkaða Örnám

Lögfræði fjármálamarkaða

Námið er samtals 18 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum sem eru 6 ECTS einingar hvert.

Skólaárið 2025-2026
Þrjú sjö vikna námskeið
Petra Baumruk, Elín H Jónsdóttir, Erna Sigurðardóttir, Thelma Christel Kristjánsdóttir

Umsóknarfrestur til 10. ágúst 2025
225.000 kr
Endurmenntun | Örnám
Stafræn fatahönnun Námsleið

Stafræn fatahönnun

Námið veitir ekki einingar

Skólaárið 2025-2026
Fjögur sjö vikna námskeið
Björg Ingadóttir

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2025
490.000 kr.