Tónlistarviðskipti

Tónlistarviðskipti

Örnám - 12 ECTS - Kennt á ensku

Markmiðið með örnáminu í tónlistarviðskiptum er að veita nemendum innsýn í síbreytilegt og vaxandi umhverfi tónlistariðnaðarins og efla hæfni þeirra til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem þar felast. Námið tengir saman fræðilega þekkingu og hagnýta færni sem nýtist í atvinnulífi, menningu og skapandi greinum.

Með blöndu af kenningum, verklegum æfingum og reynslusögum mun nemandinn skilja starfsumhverfi tónlistariðnaðarins og öðlast mikilvæga hæfni sem tengjast markaðssetningu, stjórnun og stefnumótun innan tónlistargeirans.

Örnámslínan er þróuð í samstarfi við Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Samstarfi háskólanna hjá háskólaráðuneyti.  

Fjöldi ECTS eininga og dreifing vinnuálags

Námið er á ensku, samtals 12 ECTS einingar og samanstendur af þremur námskeiðum í fjarnámi á einni önn.

Aðgangsviðmið

Gerð er krafa um stúdentspróf, aðfaranám að háskóla eða sambærilegt nám.

Hæfnis- og lærdómsviðmið

Að lokinni þessari námsleið munu nemendur búa yfir nauðsynlegri hæfni til að verða virkir þátttakendur í umhverfi tónlistariðnaðarins. Í þessu felst að skilja uppbyggingu og starfsemi tónlistariðnaðarins, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Einnig að þekkja hlutverk og ábyrgð helstu fagaðila í iðnaðinum og skilja áhrif stafrænnar tækni og samfélagsmiðla á markaðssetningu, dreifingu og ferilþróun listamanna. 

Nemendur tileinka sér lykilhugtök og hugmyndir tengdar tónlistariðnaðinum. Í þessu felst að geta beitt fræðilegri og hagnýtri þekkingu í raunverulegum verkefnum t.d. við samningagerð, markaðsherferðir og stjórnun tónlistarverkefna. Einnig að hanna og framleiða stafrænt markaðs- og kynningarefni fyrir listamenn og verkefni.

Námsmat

Námsmat byggist á blöndu af einstaklings- og hópverkefnum, virkri þátttöku og hagnýtum æfingum sem endurspegla raunverulegt starfsumhverfi tónlistariðnaðarins. Nemendur vinna bæði fræðileg og hagnýt verkefni sem tengjast markaðssetningu, stjórnun og stefnumótun innan tónlistargeirans.

Verð: 150.000 kr. 

Flest stéttarfélög greiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.

Dagsetningar námskeiða árið 2026

Örnámið er kennt í þremur námskeiðum á vorönn 2026:

Áhugasamir geta haft samband við endurmenntun.

Að námi loknu

Nemandi sem lýkur námskeiðinu fær staðfestingu á námslokum með upplýsingum um fjölda ECTS eininga. Hann fær einnig námsferilsyfirlit með upplýsingum um skipulag örnámsins.

Námsleiðið leiðir ekki að prófgráðu. Nemandi sem lýkur stökum námskeiðum til ECTS eininga fær námsferilsyfirlit yfir lokin námskeið.

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.