Skipulögð vinnubrögð í námi
Háskólanám gerir miklar kröfur til nemenda og því mikilvægt að endurskoða námsvenjur sínar og vinnubrögð. Námstækni getur verið lykilinn að árangri í námi og er hjálpartæki sem getur sparað tíma, veitt aðhald, bætt líðan og auðveldað nemendum að tileinka sér nýja þekkingu. Námstækni er samheiti yfir árangursríkar og skilvirkar leiðir til að læra, leggja á minnið og koma þekkingu frá sér og byggir meðal annars á góðu skipulagi, tímastjórnun, markmiðasetningu, lestrartækni, minnistækni, glósutækni og jákvæðu hugarfari. Mælt er með því að nemendur noti námsaðferðir sem hafa reynst vel til þessa og prófi sig svo hægt og rólega áfram með fleiri aðferðir sem geta auðveldað námið.
Góðar námsvenjur
Rannsóknir benda til að nemendur sem tileinka sér góð vinnubrögð og námsvenjur nái betri árangri en aðrir. Námstækni auðveldar nemendum að gera áætlanir, setja sér markmið, skipuleggja verkefni, öðlast skilning á námsefninu og leggja mat á hvernig námið gengur. Hvernig lærir þú?
The 9 best scientific study tips | Studying when you have ZERO motivation |
8 habits of highly successful students | Stop doing this in the morning |
Tímastjórnun
Fullt nám í háskóla er að lágmarki 40 stunda vinnuvika. Fjarnám býður upp á mikinn sveigjanleika og stýra nemendur tímanum sínum sjálfir. Loturnar eru fljótar að líða og ef tíminn er ekki nýttur skynsamlega flýgur hann burt. Árangur í námi veltur á virkni og hvernig nemendum gengur að helga sig að náminu. Tímastjórnun er mikilvæg til að ná góðri yfirsýn, einfalda lífið og spara tíma.
Nokkur skref í átt að betri tímaskipulagningu:
- Skipuleggðu lotuna fyrirfram og skiptu tímanum á milli námskeiða
- Skoðaðu kennsluáætlanir vel og skráðu niður mikilvægar dagsetningar
- Skapaðu vinnuaðstæður sem þér líður vel í og þú hefur góðan vinnufrið
- Taktu stutt hlé þegar einbeitingin er farin
- Settu þér markmið fyrir vikuna og endurskoðaðu eftir þörfum
- Raðaðu niður á daga hvað og hvenær þú ætlar að læra
- Forgangsraðaðu verkefnum eftir mikilvægi og erfiðleika
- Gerðu erfiðu verkefnin fyrst og á þeim tíma dagsins sem þú ert best upplagður/lögð
- Taktu stutt hlé þegar einbeitingin er farin
- Notaðu jákvæða hugsun og umbunaðu þér fyrir vel unnið verk
Study less – study smart | Pomodoro technique |
Pareto principle: Do more by doing less | Learn to concentrate |
Study smart & effectively | Hack yourself to end laziness |
Markmiðasetning
Til að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið sem veita aðhald og eru hjálpleg til að ná settu marki. SMART-markmið eru:
Setting SMART goals | How to set goals: 3 questions to ask yourself |
80/20 rule for goal setting | Become limitless |
How to set goals you’ll stick to | Expand your mind to fit your goals |
Lestrartækni
Námsfólk þarf oft að lesa mikið efni á stuttum tíma. Loturnar eru fljótar að líða og því nauðsynlegt að fylgja áætlun til að lenda ekki í tímahraki, komast ekki yfir efnið eða vera að frumlesa fyrir próf. Til eru ýmsar lestraraðferðir en flestar byggja á: skimun, lestri og upprifjun.
Nokkur góð ráð við lestur námsbóka:
Til að átta sig á uppbyggingu námsbókar er mikilvægt að skoða vel efnisyfirlitið og fletta svo aftast til að kanna hvort þar sé að finna skilgreiningar á hugtökum og atriðaorðaskrá.
Skimun: Áður en lesturinn hefst er hjálplegt að skima í gegnum inngang kaflans, skoða fyrirsagnir og lesa samantekt sem er oft í lok kaflans. Einnig getur verið gott að renna yfir myndir, gröf og spurningar.
Lestur: Þegar búið er að skima kaflann er hann lesinn ítarlega. Gott er að skipta kaflanum í smærri hluta og reyna að endursegja efnið með eigin orðum til að kanna skilning. Mikilvægt er að vera virkur við lesturinn, t.d. nota yfirstrikunarpenna, glósa eða skrifa á spássíu.
Upprifjun: Rannsóknir sýna að þegar við lærum eitthvað nýtt gleymum við 50-80% af því innan 48 tíma. Upprifjun er því einn mikilvægasti þátturinn í allri námstækni og skilar það mestum árangri að rifja upp efnið innan 24 tíma. Eftir lestur og fyrirlestra er því nauðsynlegt að renna sem fyrst yfir efnið með því að lesa fyrirsagnir og glósur til að kanna hvort við munum efnið í megindráttum.
How to improve your reading skills | Active reading |
Improve your reading speed | How to remember what you read |
Effective reading with SQ4R | 3 hacks to remember everything you read |
Glósu- og minnistækni
Góðar og vel skipulagðar glósur geta verið gott hjálpartæki í námi. Glósur eru minnispunktar sem styðja við námsefnið og auðvelda nemendum að rifja upp. Nemendur þurfa að leggja ýmislegt á minni sem vekur ekki endilega sérstakan áhuga og því nauðsynlegt að kunna aðferðir til að festa í minninu atriði sem við þurfum að muna, kunna og geta gert grein fyrir ýmist munnlega eða skriflega. Allir kunna einhverjar slíkar aðferðir, t.d. að strika undir eða merkja við mikilvæg atriði. Það gagnast þó lítið nema við rennum yfir það sem við glósuðum eða merktum við til að festa það í minninu. Rannsóknir sýna að við gleymum 50-80% af því sem við lærum innan 48 tíma. Upprifjun er því mikilvægasta hjálpartækið þegar við þurfum að yfirfæra þekkingu í langtímaminnið.
The curve of forgetting | 10 steps to improve your memory |
How to remember more of what you read | 11 secrets to memorize things |
How to memorize fast and easily | Effective flashcards |
Frestunarárátta
Hver kannast ekki við að láta eftir sér að fara í bíó, hitta vinina, þrífa húsið eða bara eitthvað annað en að byrja á verkefni. Sumir eru með útpældar aðferðir til að blekkja sjálfa sig til að fresta hlutunum en aðrir gera það óskipulega.
- Það er nógur tími til að gera þetta…..
- Ég verð að horfa á landsleikinn….
- Æ, þetta er svo erfitt, ég veit ekki hvar ég á að byrja….
- Ég vinn best undir pressu…..
Prófundirbúningur og prófkvíði
Prófundirbúningur hefst þegar skólinn byrjar. Nemandi sem vinnur vel og skipulega er í raun aðeins að rifja upp námsefnið fyrir próf. Jákvætt hugarfar og góður prófundirbúningur gefur öryggistilfinningu og dregur úr prófkvíða.
Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir próf:
- Það er eðlilegt að finna fyrir spennu fyrir próf
- Góð tímastjórnun þar sem lært er jafn og þétt yfir veturinn dregur úr streitu og eykur líkur á góðum árangri
- Skoðaðu próftöfluna og skipuleggðu tímann vel svo þú komist yfir allt efnið sem þarf að rifja upp
- Veldu góðan stað þar sem þú getur unnið í friði og hafðu allar bækur, próf og verkefni við hendina
- Góður svefn, hollur matur, hreyfing og slökun eru þættir sem draga úr spennu
- Ekki er ráðlegt að lesa fram á nótt, nóttina fyrir prófið
- Góður undirbúningur fyrir próf, jákvætt hugarfar og trú á eigin getu er gott veganesti í próf
How to prepare for an exam - Study tips |
7 tips to beat exam anxiety |
How to Beat Test Anxiety and Take on Exams Without Stress |
Nám og lífstíll í fjarnámi
Í fjarnámi skiptir máli að halda góðri rútínu, passa upp á svefninn og huga að fjölbreyttri næringu og hreyfingu. Mikilvægt er að velja sér vinnuaðstöðu þar sem manni líður vel og hefur góðan vinnufrið. Skipuleggðu lotuna strax í upphafi. Farðu reglulega inn á kennsluvefi og skoðaðu kennsluáætlanir til að hafa yfirsýn yfir verkefnin sem eru framundan og mikilvægar dagsetningar. Gerðu tímaáætlun út frá þínum aðstæðum (nám með vinnu, fjölskylda, áhugamál, vinir, hreyfing) og skipulegðu hvern dag vikunnar svo þú vinnir jafn og þétt yfir lotuna og klárir verkefnin tímanlega.
Virkni í námi og námsaðgerðir |
Online classes: Survival guide |
Working from home: How to stay focused |
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta