Náms- og starfsval

Náms- starfsráðgjafar veita upplýsingar um nám og námsleiðir og ráðleggja við val á námi og störfum en þar skiptir áhugasvið viðkomandi miklu. Á tækniöld þar sem breytingar eru hraðar og starfsumhverfið tekur sífelldum breytingum hefur áhersla á sí- og endurmenntun aukist og ólíkt því sem áður var skipta flestir um starf nokkrum sinnum á starfsævinni. Fólk á öllum aldri fer því í nám til að þroska hæfileika sína og efla færni til að geta betur mætt breyttum kröfum og nýjungum í starfi.


Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta