Nemendafélag Háskólans á Bifröst
Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst. Til að hafa samband við nemendafélagið er bent á facebooksíðu félagsins og einnig hægt að senda póst á netfangið nemendafelag hjá bifrost.is. Þá er veffang félagsins er www.nfhb.is.
Nemendafélagið er málsvari nemenda gagnvart skólanum. Nemendur eru hvattir til þess að senda fyrirspurnir og erindi um málefni sem þeir telja að þarfnist úrlausnar á netfang Nemendafélagsins. Ábendingum er komið nafnlaust áleiðis sé þess óskað.
Nemendafélagið er meðlimur í LÍS – Landssamtökum íslenskra stúdenta ásamt öðrum stúdentafélögum landsins. LÍS er samstarfsvettvangur stúdenta til að vinna að sameiginlegum markmiðum sínum þvert á skóla. Nemendafélagið hefur sína fulltrúa í samtökunum.
Viðburðir nemendafélagsins
Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum í félagslífi nemenda. Sérstaklega er leitast eftir því að halda stærri viðburði á fjarnemahelgum til að koma til móts við fjarnema skólans. Árið byrjar á því að nýir nemendur eru boðnir hjartanlega velkomnir og hópnum þjappað saman. Nýnemaball er svo haldið á fyrstu fjarnemahelgi grunnnema.
Nemendafélagið hefur frábæra aðstöðu á háskólasvæðinu þar sem viðburðir eru haldnir. Í aðstöðunni er hægt að spila pool, fara í pílu, spila hin ýmsu spil, keppa í borðtennis, horfa á þætti eða kvikmyndir og svo er hægt að setjast niður með kaffi og spjalla.
Stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst 2025-2026
Forseti
Halldóra Hreinsdóttir
Varaforseti
Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson
Fjármálastjóri
Margeir Haraldsson Arndal
Hagsmunafulltrúi
Selma Klara Gunnarsdóttir
Viðburða- og samskiptastjóri
Steinunn María Gunnarsdóttir
Nýnemafulltrúi
Margeir Haraldsson Arndal (vantar)
Hagsmunaráð Háskólans á Bifröst
Fulltrúi nemenda í deildarráði félagsvísindadeildar
Oddrún Arna Einarsdóttir, fulltrúi grunnnema og formaður Verus
Sara Bergsdóttir, fulltrúi meistaranema
Fulltrúi nemenda í deildarráði lagadeildar
Kristján Óli Níels Sigmundsson, fulltrúi grunnnema og formaður Justitia
Axel Örn Gunnarsson, fulltrúi meistaranema
Fulltrúi nemenda í deildarráði viðskiptadeildar
Ása Laufey Sigurðardóttir, fulltrúi grunnnema og formaður Merkúr
Karen Ragnarsdóttir, fulltrúi meistaranema
Fulltrúar nemenda í háskólaráði
Selma Klara Gunnarsdóttir, fulltrúi grunnnema
Lára Sól Hansdóttir, fulltrúi grunnnema
Halldóra Hreinsdóttir, fulltrúi meistaranema og NFHB
Sunna Dís Jónasdóttir, fulltrúi meistaranema
Jón K. Ólafsson, fulltrúi Háskólagáttar
Fulltrúi nemenda í jafnréttisnefnd
Selma Klara Gunnarsdóttir
Fulltrúi nemenda í áfrýjunarnefnd
Halldór Kjartan Þorsteinsson