Nemendafélag Háskólans á Bifröst

Nemendafélag Háskólans á Bifröst er hagsmunafélag allra nemenda á Bifröst. Til að hafa samband við nemendafélagið er bent á facebooksíðu félagsins og einnig hægt að senda póst á netfangið nemendafelag@bifrost.is. Þá er veffang félagsins er www.nfhb.is.

Nemendafélagið er málsvari nemenda gagnvart skólanum. Nemendur eru hvattir til þess að senda fyrirspurnir og erindi um málefni sem þeir telja að þarfnist úrlausnar á netfang Nemendafélagsins. Ábendingum er komið nafnlaust áleiðis sé þess óskað.

Nemendafélagið er meðlimur í LÍS – Landssamtökum íslenskra stúdenta ásamt öðrum stúdentafélögum landsins. LÍS er samstarfsvettvangur stúdenta til að vinna að sameiginlegum markmiðum sínum þvert á skóla. Nemendafélagið hefur sína fulltrúa í samtökunum.

Viðburðir nemendafélagsins

Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum í félagslífi nemenda og eru nokkrir listaðir hér að neðan. Sérstaklega er leitast eftir því að halda stærri viðburði á fjarnemahelgum til að koma til móts við fjarnema skólans. Árið byrjar á því að nýir nemendur eru boðnir hjartanlega velkomnir og hópnum þjappað saman. Nýnemaball er svo haldið á fyrstu fjarnemahelgi grunnnema.

Nemendafélagið hefur frábæra aðstöðu á háskólasvæðinu þar sem viðburðir eru haldnir.  Í aðstöðunni er hægt að spila pool, fara í pílu, spila hin ýmsu spil, keppa í borðtennis, horfa á þætti eða kvikmyndir og svo er hægt að setjast niður með kaffi og spjalla.

Stjórn Nemendafélags Háskólans á Bifröst 

Forseti
Hlynur Finnbogason

Varaforseti og ritari
Kristín Ósk Wiium Hjartardóttir

Fjármálastjóri
Margrét Ósk Vilbergsdóttir 

Hagsmunafulltrúi
Halldór Kjartan Þorsteinsson

Nýnemafulltrúi
Gabríel Dagur Kárason

Viðburða- og samskiptastjóri
Agla Sól M. Hafdísardóttir

Hagsmunaráð Háskólans á Bifröst

Fulltrúi nemenda í deildarráði félagsvísindadeildar
Helena Sif Gunnarsdóttir, fulltrúi grunnnema og formaður Veru
Hjördís Garðarsdóttir, fulltrúi meistaranema

Fulltrúi nemenda í deildarráði lagadeildar
Sandra Birna Ragnarsdóttir, fulltrúi grunnnema og formaður Justitia
SaLvör Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi meistaranema

Fulltrúi nemenda í deildarráði viðskiptadeildar
Jóel Jens Guðbjartsson, fulltrúi grunnnema og formaður Merkúr
Bryndís Gunnarsdóttir, fulltrúi meistaranema

Fulltrúi Háskólagáttarnema í háskólaráði
Ása Laufey Sigurðardóttir

Fulltrúar grunnnema í háskólaráði
Halldór Kjartan Þorsteinsson
Ása Laufey Sigurðardóttir

Fulltrúar meistaranema í háskólaráði
Hlynur Finnbogason
Hjördís Garðarsdóttir

Fulltrúi nemenda í jafnréttisnefnd
Ásdís Inga Haraldsdóttir

Fulltrúi nemenda í áfrýjunarnefnd
Halldór Kjartan Þorsteinsson