Laus störf við Háskólann á Bifröst
Verkefnastjóri með sérþekkingu á sviði skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina leitar eftir drífandi og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á skapandi greinum, rannsóknum og þverfaglegu samstarfi.
Að rannsóknasetrinu standa Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands en að var sett á stofn í maí 2023. Í stjórn setursins sitja einnig fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka skapandi greina.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Mótun rannsóknastefnu RSG ásamt stjórn.
- Kortlagning styrktækifæra í innlendum og alþjóðlegum rannsóknasjóðum.
- Umsjón með ráðgjafahópi setursins.
- Undirbúningur árlegrar ráðstefnu um skapandi greinar.
- Miðlun, samskipti og greining gagna.
- Utanumhald um starf stjórnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun og þekking á sviði nýsköpunar og skapandi greina.
- Reynsla af þverfaglegum rannsóknum og stefnumótun er kostur.
- Greiningar- og miðlunarhæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki.
Tillögur að rannsóknaáherslum og umfjöllun um skilgreiningar á skapandi greinum er að finna í nýútkominni skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar https://www.bifrost.is/skopunarkrafturinn. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og viðauka sem henni fylgja.
Með umsókn skal fylgja:
- Greinargóð ferilskrá.
- Kynningarbréf sem gerir grein fyrir styrkleikum umsækjanda í samhengi starfsins.
- Afrit af prófskírteinum.
- Nöfn aðila sem leita má til með umsagnir.
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.
Nánari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri Skapandi greina og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina (annah@bifrost.is).
Háskólinn á Bifröst annast umsýslu Rannsóknaseturs skapandi greina. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Gildi skólans eru samvinna, frumkvæði.
Um er að ræða tímabundið starf til 6 mánaða. Starfshlutfall er eftir frekara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Æskilegt er að umsækjandi hefji störf eigi síðar en 15. september 2023.