Laus störf
Akademísk staða við lagadeild
Háskólinn á Bifröst auglýsir lausa til umsóknar akademíska stöðu við lagadeild háskólans. Til greina kemur að ráða í hlutastöðu sem og fulla stöðu. Við leitum að einstaklingi með metnað og áhuga á að taka virkan þátt í þróun kennslu og rannsókna við deildina.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla á fræðasviðinu
- Leiðbeina í lokaritgerðum
- Rannsóknir, fræðastörf á fræðasviðinu og umsóknir í rannsóknasjóði, jafnt innlenda sem erlenda
- Þátttaka í samfélagslegri umræðu á fræðasviðinu
- Þátttaka í stefnumótun og stjórnun
- Framhaldsmenntun á fræðasviðinu, doktorspróf er æskilegt
- Kennslureynsla á háskólastigi
- Rannsóknareynsla
- Reynsla af uppbyggingu og mótun námskeiða er kostur
- Reynsla af stjórnun á háskólastigi er kostur
- Góð reynsla og tengsl innan atvinnulífs
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
- Leiðtoga- og skipulagsfærni
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, í ræðu og riti
Með umsókn fylgi ferilskrá yfir nám, störf og rannsóknir þar sem kennslu- og rannsóknareynsla er meðal annars útlistuð, afrit af útskriftarskírteinum ásamt stuttu kynningarbréfi. Í kynningarbréfi komi fram áhugasvið, sýn, nálgun og áherslur umsækjanda í kennslu og rannsóknum.
Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2026.
Almenn umsókn
Við metum það mikils þegar áhugasamir einstaklingar vilja vera hluti af okkar teymi. Ef þú hefur áhuga á að senda okkur almenna umsókn, þá getur þú haft samband við okkur með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á netfang mannauðsstjóra.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Við hlökkum til að heyra frá þér.
