Sérfræðingur á sviði skapandi greina
Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) leitar að drífandi og áreiðanlegum sérfræðingi í tímabundið starf. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á rannsóknum á sviði menningar og skapandi greina og þekkingu á atvinnuveginum ásamt þverfaglegu samstarfi.
Rannsóknasetrið hóf starfsemi í október 2023, en að því standa Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands og Listaháskóli Íslands. Í stjórn setursins sitja einnig fulltrúar menningar- og viðskiptaráðuneytis og Samtaka skapandi greina.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með framgangi og þróun rannsóknaáætlunar.
- Umsjón og skrif umsókna í innlenda og alþjóðlega rannsóknasjóði.
- Gagnavinnsla og greining.
- Miðlun og samskipti.
- Utanumhald um daglegan rekstur og starf stjórnar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun og þekking á sviði rannsókna í skapandi greinum.
- Reynsla af stefnumótun er kostur.
- Greiningar- og miðlunarhæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni, sjálfstæði og sveigjanleiki.
- Um er að ræða tímabundið starf til 6-10 mánaða, með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall 50% eða eftir frekara samkomulagi.
- Umsóknafrestur er til og með 31. ágúst. Æskilegt er að umsækjandi hefji störf eigi síðar en 7. október nk.
Með umsókn skal fylgja:
- Greinargóð ferilskrá.
- Kynningarbréf sem gerir grein fyrir styrkleikum umsækjanda í samhengi starfsins.
- Afrit af prófskírteinum.
- Nöfn aðila sem leita má til með umsagnir.
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.
Nánari upplýsingar veitir Erla Rún Guðmundsdóttir, fostöðukona Rannsóknaseturs skapandi greina, erlarun@bifrost.is og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri Skapandi greina og stjórnarformaður Rannsóknaseturs skapandi greina (annah@bifrost.is). Tekið er við umsóknum á vefmiðluninni alfred.is.
Háskólinn á Bifröst (HB) annast umsýslu Rannsóknaseturs skapandi greina. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Gildi HB eru samvinna, frumkvæði og ábyrgð.
Hvetjum við öll til að sækja um, farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og verður þeim svarað að ráðningu lokinni.