Sérúrræði í námi

Leitast er við að veita nemendum jöfn tækifæri til náms, óháð kynferði, aldri, efnahag, fötlun eða búsetu. Úrræðin miða að því að jafna aðstöðu og tækifæri til náms en fela á engan hátt í sér að dregið sé úr eðlilegum námskröfum.  Skilyrði fyrir sérúrræðum er að fyrir liggi staðfesting/greining viðeigandi sérfræðings á fötlun eða sérþörfum.

Skilgreiningar

Með fötlun er hér átt við andlega eða líkamlega fötlun, samkvæmt skilgreiningu í 2. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Með sérþörfum er hér átt við sértæka námsörðugleika og hamlanir sem hljótast af slysum, langvinnum veikindum eða öðrum orsökum.

Hvert skal leita?

Náms- og starfsráðgjöf skólans hefur yfirumsjón með sérúrræðum. Við upphaf náms þarf að skila inn staðfestingu/ greiningu frá sérfræðingi og/eða vottorði frá þar til bærum aðila.

 • Ef um sérúrræði á námstíma er að ræða, þarf að skila staðfestingu/vottorði/greiningu að minnsta kosti viku fyrir upphaf kennslu.
 • Ef um sérúrræði í prófum er að ræða skal skila inn vottorði/greiningu í síðasta lagi 3 vikum fyrir próf. Sé greiningu/vottorði skilað eftir þennan tíma taka sérúrræðin gildi við næstu próf þess skólaárs.

Skriflegt samkomulag

Þegar þarfir og úrræði liggja fyrir er gert skriflegt samkomulag á milli nemanda og námsráðgjafa. Þarfir nemenda geta verið ólíkar og leitast skólinn við að mæta þeim nemendum sem falla ekki undir helstu úrræði með einstaklingsmiðuðum lausnum. 

Helstu úrræði:

 • Lengri próftími í lokaprófum

  • 15 mínútur bætast við hvern klukkutíma.
  • Prófið er tekið í annarri stofu en nemendur með hefðbundinn próftíma.
  • Flest próf eru tekin á tölvu á Bifröst og eru glærur kennara aðgengilegar.
 • Stuðningsviðtöl við námsráðgjafa

 • Námstækninámskeið eða ráðgjöf um vinnulag.

Málsmeðferð

Námsráðgjöf tekur við greiningum og metur í samstarfi við nemanda og ábyrgðaraðila námsins sem um ræðir þörf nemanda og möguleika á úrræðum. Komi upp álitamál, vegna kröfu um úrræði sem annað hvort er óhefðbundið eða verður illa við komið, er málinu vísað til deildarfundar sem afgreiðir málið. Viðkomandi námsráðgjafi skal hafa rétt til setu á fundi þeim sem tekur málið fyrir.

Skólanum er heimilt að synja nemendum um sérúrræði liggi það fyrir með óyggjandi hætti að námið sé þess eðlis að nemandanum sé ókleift að uppfylla stærstan hluta þeirra krafna sem gerðar eru í náminu.

Gagnlegar upplýsingar

ADHD
Lesblinda
Líðan
ADHD samtökinFélag lesblindraHjálparsíminn 1717 - netspjallið er alltaf opið
Lífið með ADHDLesblind.isMín líðan
ADHD teymi LandsspítalansHljóðbókasafn ÍslandsSálfræðingar á heilsugæslustöðvum
50 góð ráð við adhdVefur um lesblindu og möguleika tækninnarGeðhjálp
Frægt fólk með adhdLesvefurinn - lesblindaHugarafl
Núvitund og slökun
Hvað get ég gert? Ókeypis rafræn bók um hugræna atferlismeðferð

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta