Skiptinám

Nemendum býðst að fara og stunda nám í einum af samstarfsskólum Bifrastar erlendis og er námið metið inn í grunnnám viðkomandi svo ekki glatist mikilvægur tími úr náminu. Skiptinám er góður undirbúningur fyrir nám og störf í alþjóðlegu umhverfi og um leið fá nemendur tækifæri til að kynnast annarri menningu, öðlast mikilvæga reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Að sama skapi kemur hópur erlendra skiptinema og dvelur á Bifröst ár hvert.

Ferli umsóknar um skiptinám:

Nemendur sem áhugasamir eru um skiptinám geta sótt um skiptnám og bókað viðtalstíma hjá alþjóðafulltrúa. 

Til að sækja um skiptinám hafa nemendur samband við alþjóðafulltrúa. Umsóknarfrestur fyrir haustönn rennur út 15. febrúar og fyrir vorönn 15. október. Alþjóðafulltrúi sækir um Erasmus styrk fyrir þá nemendur sem sækja um skiptinám innan Evrópu. 

Alþjóðafulltrúi sendir samstarfsskólum tilkynningu um tilnefnda skiptinema frá Háskólanum á Bifröst í síðasta lagi þann dag sem frestur rennur út.

Þegar gestaskóli hefur samþykkt umsókn sendir hann nemenda tölvupóst, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar þ.á.m. námskeiðsframboð á ensku og umsóknareyðublað, sem er yfirleitt rafrænt umsóknarform. Nemendur fylla út eyðublaðið og senda inn, en alþjóðafulltrúi er til taks ef nemendur óska eftir aðstoð við umsóknina.

Nemendur þurfa að velja sér námskeið við gestaskólann sem jafngilda að lágmarki 30 ECTS og senda upplýsingar um námskeiðin til alþjóðafulltrúa, ekki síðar en tveim vikum eftir umsóknarfrestinn. Nemendur þurfa að fylla út námssamning (e. Learning Agreement) vegna skiptinámsins. Hægt er að nálgast samninginn hér. Sviðsstjóri staðfestir val nemenda á námskeiðum með því að skrifa undir námssamkomulag og gerir grein fyrir því hvaða námskeið verða metin til jafns við stök námskeið nemandans í skiptináminu. Að því loknu kallar alþjóðafulltrúi eftir undirskrift nemandans og sendir námssamninginn til gestaskólans. Þegar gestaskólinn hefur endursent námssamninginn með undirskrift og stimpli, er nemendum óhætt að bóka flugið út. 

Ekki síðar en einum mánuði fyrir brottför útbýr alþjóðafulltrúi samning um Erasmus styrk og kallar eftir undirskrift sviðsstjóra og nemandans. Að því loknu gengur alþjóðafulltrúi frá Erasmus samningnum í umsýslukerfi Rannís og biður um greiðslu styrksins fyrir hönd nemandans, að því gefnu að nemendur hafi þegar fyllt út umsókn um skiptinám frá Háskólanum á Bifröst. Greiðsludagar eru fyrirfram ákveðnir og eru að jafnaði einu sinni í mánuði.

Um svipað leyti sendir alþjóðafulltrúi enskt tungumálapróf á tilvonandi skiptinema þar sem nemendur hafa 30 daga til að taka prófið. Aðeins er um könnunarpróf í ensku að ræða. Skiptinemar fá samskonar próf að dvöl lokinni með von um að nemandanum hafi farið fram.


Nánari upplýsingar eru veittar á international@bifrost.is

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta