Heimildaskráning

Frágangur og framsetning heimilda

Í Háskólanum á Bifröst er stuðst við APA staðalinn varðandi tilvísanir og skráningu heimilda. 

Árið 2020 kom út ný útgáfaaf APA staðlinum, 7. útgáfa. Helstu breytingar sem urðu við uppfærslu staðalsins eru:
 • Prentaðar bækur: Ekki er lengur þörf á að geta úgáfustaðar í heimildaskrá, eingöngu útgefanda - sjá dæmi neðar.
 • Rafbækur: Ekki er lengur þörf á að skrá form þeirra (epub, pdf, kindle) en það þarf að skrá útgefanda - sjá dæmi neðar.
 • Taka skal fram alla höfunda í heimildaskráningu, allt að 20 talsins, en í tilvísun er o.fl. notað á eftir nafni fyrsta höfundar í öllum tilvísunum þar sem höfundar eru þrír eða fleiri (Lawrence o.fl., 2020), ef höfundar eru tveir eru báðir settir fram í tilvísun (James og Lawrence, 2020)
 • Ekki þarf að setja "Sótt af" á undan vefslóð nema í undantekningartilfellum - sjá dæmi um vefi, fréttamiðla og blogg
 • Tímarit sótt í áskriftargagnagrunna fá ekki vefslóð heldur er doi númer skráð, ef það fylgir grein. Ef doi fylgir ekki er greinin skráð eins og um prentað tímarit sé að ræða.
 • Rafbækur og greinar úr rafrænum tímaritum með doi-númeri, þá er doi númer sett beint á eftir blaðsíðutali eða útgefanda og ekki með forskeytinu "doi:" á undan
 • Heimildir á vef: Heiti vefsíðu er tekið fram og ekki er lengur skylt að skrá hvenær efni er sótt og slóðin er sett beint, án forskeytisins "Sótt af:" - sjá dæmi um vefi, fréttamiðla og blogg
Nokkur dæmi um helstu breytingar í 7. útgáfu:
Greinar í tímaritum
Forskrift: Nöfn allra höfunda (allt að 20). (ártal). Titill greinar (ekki skáletraður). Titill tímarits (skáletraður), árgangur (skáletraður)(hefti - ekkert bil á undan sviga), blaðstíðutal. doi slóð

Forskrift: Nöfn allra höfunda (allt að 20 nöfn). (ártal í sviga). Titill greinar (ekki skáletraður). Titill tímarits, (skáletraður) árgangur skáletraður (hefti) ekki skáletrað, blaðsíðutal greinar. Doi númer (án tvípunktar og án skýringar)

 • Dæmi um rafræna grein með doi-númeri
  • McCauley, S. M. og Christiansen, M. H. (2019). Language learning as language use: A cross-linguistic model of child language development. Psychological Review, 126(1), 1-51. https://doi.org/10.1037/rev0000126
 • Dæmi um rafræna grein með doi-númeri og fleirum en 21 höfundi
  • Kalnay, E., Kanamitsu, M., Kistler, R., Collins, W., Deaven, D., Gandin, L., Iredell, M., Saha, J., Mo, K. C., Ropelewski, C., Wang, J., Leetmaa, A., ... Joseph, D. (1996). The NCEP / NCAR 40-year reanalysis project. Bulletin of the American Meteorological Society, 77(3), 437-471. http://doi.org//fg6rf9
 • Dæmi um rafræna grein sem sótt er á vef en ekki í gagnasafn, þá er vefslóðin sett beint og án skýringarinnar "Sótt af"
  • Ahmann, E., Tuttle, L. J., Saviet, M. og Wright, S. D. (2018). A descriptive review of ADHD coaching research: Implications for college students. Journal of Postsecondary Education and Disability, 31(1), 17-39. https://www.ahead.org/professional-resources/publications/jped/archived-jped/jped-volume-31
 • Dæmi um rafræna grein í gagnasafni í áskrift (eða Landsaðgangi) er skráð eins og um prentaða grein sé að ræða, án vefslóðar
  • Anderson, M. (2018). Getting consistent with consequences. Educational Leadership, 76(1), 26-33.
Prentaðar bækur

Forskrift: Nafn höfundar. (ártal). Titill bókar (skáletraður) (útgáfa ef við á. Útgefandi.

 • Dæmi um prentaða bók:
  • Burgess, R. (2019). Rethinking global health: Frameworks of power. Routledge.
 • Ef bókin hefur útgáfunúmer kemur það í sviga á eftir titli, ekki skáletrað.
Rafbækur

Forskrift: Nafn höfundar. (ártal). Titill bókar (skáletraður) (útgáfa ef við á). Útgefandi. Vefslóð

 • Dæmi um rafbók með doi-númeri: Brown, L. S. (2018). Feminist therapy (2. útg.)American Psychological Association. https://doi.org/10.1037/0000165-000
 • Dæmi um rafbók á vef í séráskrift, skráð án vefslóðar
 • Gilbert, D., McKee, A., Spreitzer, G., and Amabile, T. (2017). Happiness (HBR emotional intelligence series). Harvard Business Review Press.
Vefir, fréttamiðlar og blogg  

Forskrift: Höfundur. (Ártal, mánaðardagur. mánuður). Titill fréttar (ekki skáletraður). Heiti vefs (skáletraður). Vefslóð

Stundum getur átt við að skrá heiti vefsvæðis í höfundarsæti. Þetta á við ef ekki kemur skýrt fram hver er höfundur eða hver er ábyrgur fyrir vefsvæðinu eða efninu sem þar er birt.

 • Dæmi um heimild á vef, án höfundar og án dagsetningar:
 • Dæmi um heimild á vef, með höfundi og dagsetningu:
  • Ásgeir Jónsson. (2021, 7. apríl). Ræða seðlabankastjóra á ársfundi bankans. Seðlabanki Íslands. https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Arsskyrsla/Raeda%20sedlabankastjora%20-%20Asgeir%20Jonsson%20-%207.%20april%202021%20-lokaeintak.pdf
 • Dæmi um fréttamiðil á netinu:
  • Hildur Margrét Jóhannsdóttir. (2020, 30. október). Aðgerðir hertar: Aðeins tíu mega koma saman. RÚV. https://www.ruv.is/frett/2020/10/30/adgerdir-hertar-adeins-tiu-mega-koma-saman
 • Dæmi um blogg sem heimild:
  • Klymkowsky, M. (2018, 15. september). Can we talk scientifically about free will? Sci-Ed. https://blogs.plos.org/scied/2018/09/15/can-we-talk-scientifically-about-free-will/
Leiðbeiningar um meðferð heimilda í lögfræði

Lagadeild háskólans hefur sérstakar leiðbeiningar um meðferð heimilda í lögfræði

Um heimildaleit og ritgerðaskrif almennt

Ritver Háskóla Íslands er vefur sem bókasöfn Háskóla Íslands halda úti, þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá heimildir samkvæmt 7. útgáfu APA staðalsins og hvernig vísað til þeirra í meginmáli.

Heimildaleit skref fyrir skref (frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni) 

Hjálparvefur um ritgerðaskrif og heimildanotkun frá norskum og dönskum háskólum

Við Háskólann á Bifröst skrifa nemendur sameiginlega svokölluð misserisverkefni sem eru rannsóknarverkefni, síðan skrifar hver og einn lokaritgerð á bakkalár- eða meistaraprófsstigi ef námsleið lýkur þannig. Sjá nánar í Handbók nemenda.

Uppfært í maí 2021  

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta