Heimildaskráning

Í Háskólanum á Bifröst er stuðst við APA staðalinn (7. útgáfu) varðandi tilvísanir og skráningu heimilda í félagsvísinda- og viðskiptadeild.

Lagadeild skólans styðst við OSCOLA staðal og er vísað til hans hér: OSCOLA - tengill í leiðbeiningarsíðu bókasafns Háskólans í Reykjavík.

Helstu breytingar sem urðu við uppfærslu APA staðalsins í 7. útgáfu 2019 eru:

Rafrænar heimildir
 • Rafbækur: Ekki er lengur þörf á að skrá form þeirra (epub, pdf, kindle) en það þarf að skrá útgefanda - sjá dæmi:
  • Forskrift: Nafn höfundar. (ártal). Titill bókar (skáletraður) (útgáfa ef við á). Útgefandi. Vefslóð
  • Dæmi um rafbók með doi-númeri: 
  • Dæmi um rafbók í séráskrift, skráð án vefslóðar:
   • Gilbert, D., McKee, A., Spreitzer, G., and Amabile, T. (2017). Happiness (HBR emotional intelligence series). Harvard Business Review Press.


 • Rafræn tímarit:
 • Mælst er til þess að nota frekar doi slóð en vefslóð við skráningu heimilda í veftímaritum, doi þýðir digital object identifier og er fast auðkenni hverrar greinar, líkt og kennitala.
 • Tímarit sótt í áskriftargagnagrunna fá ekki vefslóð heldur er doi númer skráð, fylgir flestum greinum. Ef doi fylgir ekki er greinin skráð eins og um prentað tímarit sé að ræða.
  • Forskrift: Nöfn allra höfunda (allt að 20 nöfn). (ártal í sviga). Titill greinar (ekki skáletraður). Titill tímarits, (skáletraður) árgangur skáletraður (hefti) ekki skáletrað, blaðsíðutal greinar. Doi númer (án tvípunktar og án skýringar)
  • Grein í gagnasafni í áskrift (eða Landsaðgangi) er skráð eins og um prentaða grein sé að ræða, án vefslóðar:
  • Dæmi um rafræna grein úr gagnasafni eða áskrift sem ekki hefur doi-númer:  
   • Anderson, M. (2018). Getting consistent with consequences. Educational Leadership, 76(1), 26-33. 
  • Dæmi um rafræna grein úr keyptu gagnasafni eða áskrift með doi-númeri (þetta er algengast):
   • McCauley, S. M. og Christiansen, M. H. (2019). Language learning as language use: A cross-linguistic model of child language development. Psychological Review, 126(1), 1-51. https://doi.org/10.1037/rev0000126
 • Grein af opnum vef, en ekki úr gagnasafni, þá skal setja vefslóðina beint fyrir aftan heimildina, án skýringarinnar "Sótt af":
 • Nú skal taka alla höfunda fram í heimildaskráningu, allt að 20 talsins, en í tilvísun er o.fl. notað á eftir nafni fyrsta höfundar í öllum tilvísunum þar sem höfundar eru þrír eða fleiri (Lawrence o.fl., 2020), ef höfundar eru tveir eru báðir settir fram í tilvísun (James og Lawrence, 2020)
Prentaðar heimildir
 • Prentaðar bækur: Ekki er lengur þörf á að geta úgáfustaðar í heimildaskrá, en útgefanda þarf að skrá - sjá dæmi:
  • Forskrift: Nafn höfundar. (ártal). Titill bókar (skáletraður) (útgáfa ef við á) . Útgefandi.

  • Burgess, R. (2019). Rethinking global health: Frameworks of power. Routledge.

 • Prentuð tímarit: 
  • Forskrift: Nöfn allra höfunda (allt að 20 nöfn). (ártal í sviga). Titill greinar (ekki skáletraður). Titill tímarits, (skáletraður) árgangur skáletraður (hefti) ekki skáletrað, blaðsíðutal greinar.
  • Anderson, M. (2018). Getting consistent with consequences. Educational Leadership, 76(1), 26-33.

Vefir, fréttamiðlar og blogg  

 • Ekki skal setja "Sótt af" lengur sem skýringu á undan vefslóð nema í undantekningartilfellum - sjá nánar í Ritveri Háskóla Íslands um efni á netinu
 • Vefsíður: Heiti vefsíðu er tekið fram og ekki er lengur skylt að skrá hvenær efni er sótt og slóðin er sett beint, án forskeytisins "Sótt af:"

Forskrift að skráningu á vefheimild: Höfundur. (Ártal, mánaðardagur. mánuður). Titill fréttar/greinar (skáletraður). Heiti vefs (ekki skáletraður). Vefslóð

Forskrift að skráningu á bloggheimild: Höfundur. (Ártal, mánaðardagur. mánuður). Titill bloggfærslu (ekki skáletraður). Heiti bloggs (skáletraður). Vefslóð

Stundum getur átt við að skrá heiti vefsvæðis í höfundarsæti. Þetta á við ef ekki kemur skýrt fram hver er höfundur eða hver er ábyrgur fyrir vefsvæðinu eða efninu sem þar er birt.

Um heimildaöflun og ritgerðaskrif almennt

Ritver Háskóla Íslands er vefur sem bókasöfn Háskóla Íslands halda úti, þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá heimildir samkvæmt 7. útgáfu APA staðalsins og hvernig vísað til þeirra í meginmáli.

Heimildaleit skref fyrir skref (frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni) 

Hjálparvefur um ritgerðaskrif og heimildanotkun frá norskum og dönskum háskólum

Við Háskólann á Bifröst skrifa nemendur sameiginlega svokölluð misserisverkefni sem eru rannsóknarverkefni, síðan skrifar hver og einn lokaritgerð á bakkalár- eða meistaraprófsstigi ef námsleið lýkur þannig. Sjá nánar í Handbók nemenda.

Uppfært í september 2022