Góð geðheilsa felur í sér að líða yfirleitt vel, hafa jákvætt viðhorf til okkar sjálfra, þekkja styrkleika okkar og veikleika og geta nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Við þekkjum og viðurkennum eigin tilfinningar, erum fær um að setja okkur í spor annarra og sýna samkennd. Við mætum erfiðleikum af þrautseigju og gefumst ekki upp þótt á móti blási. Við erum fær um að njóta lífsins og finna gleði í því sem lífið hefur upp á að bjóða.
Að vera við góða geðheilsu þýðir þó ekki að líða aldrei illa eða vera laus við öll vandamál því það er eðlilegt að eiga stundum slæma daga. Þegar geðheilsan er góð eigum við hins vegar fleiri góða daga en slæma og getum tekist á við erfiðleika með uppbyggilegum hætti og upplifum ánægju af lífinu þrátt fyrir að vandamál séu til staðar.
Geðorðin 10 byggja á gagnreyndum aðferðum til að efla góða geðheilsu og auka vellíðan:
1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
4. Lærðu af mistökum þínum
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717/
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píetasíminn 552-2218, er opinn allan sólahringinn og líka er hægt að senda póst á pieta@pieta.is https://pieta.is/
Why we sleep https://youtu.be/5MuIMqhT8DM
Mín líðan https://www.minlidan.is/fraedsla/
Covid https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/covid-19/
Að vinna heim á tímum sóttvarna https://www.velvirk.is/is/jafnvaegi-i-lifinu/vinnaeinkalif#ad-vinna-heima-a-timum-sottvarna
Er brjálað að gera? https://www.velvirk.is/is/jafnvaegi-i-lifinu/vellidan#er-brjalad-ad-gera
Jafnvægi í lífi og starfi https://www.velvirk.is/
Náttúrukort - útivist hressir og kætir https://www.velvirk.is/is/jafnvaegi-i-lifinu/vellidan#natturukort
Heilsa og líðan https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/
If you understand how your mind works, you can create what you want in your life. https://youtu.be/KpD0AdcnbRI
How To Raise Your Consciousness https://youtu.be/kpeZ5v_yM14
Hugarafl http://hugarafl.is/
Sjálfsvíg.is https://sjalfsvig.is/
Kvíðameðferðarstöðin https://kms.is/
Þunglyndi https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item16384/Ad-thekkja-thunglyndi
Kynheilbrigði https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/kynheilbrigdi/
Kulnun https://www.vr.is/um-vr/thekktu-thin-mork/thekkir-thu-urraedin/
Betri svefn https://www.betrisvefn.is/
Karlar og tilfinningar https://stundin.is/grein/12049/karlar-skammast-sin-fyrir-eigin-tilfinningar/
Ofbeldi https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/
Stígamót https://www.stigamot.is/
Sorgarmiðstöð https://sorgarmidstod.is/