Líðan og heilsa

Til þess að hámarka árangur okkar og frammistöðu, hvort heldur sem er í námi, starfi eða einkalífi þurfum við að vera í góðu formi bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að ef andleg heilsa er ekki góð getur það komið fram í líkamlegum einkennum og öfugt. Öllum sem er annt um hamingju sína og velferð þurfa því að vera vakandi fyrir eigin líðan og heilsu.

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur að finna leiðir þegar upp koma áskoranir sem geta haft áhrif á námsframvindu, s.s. veikindi, slys, áföll, breytingar á fjölskylduhögum, kvíðaröskun og þunglyndi. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður og er náms- og starfsráðgjafi bundinn trúnaði svo framarlega sem viðkomandi er ekki líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða eða málefnið varði við landslög.


Hvað er góð geðheilsa?

Til eru margar skilgreiningar á góðri geðheilsu en flestar snúa þær að því að fólk sé sátt við sjálft sig og umhverfi sitt, upplifi jafnvægi, öryggi og ánægju af lífi og starfi, búi yfir færni til að takast á við áskoranir lífsins og geti aðlagast breytilegum aðstæðum.

Góð geðheilsa þýðir að okkur líður yfirleitt vel, höfum jákvætt viðhorf til okkar sjálfra og erum fær um að mynda innihaldsrík tengsl við aðra. Við þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Við þekkjum og viðurkennum eigin tilfinningar, erum fær um að setja okkur í spor annarra og sýna samkennd. Við mætum erfiðleikum af þrautseigju og gefumst ekki upp þótt á móti blási. Við erum fær um að njóta lífsins og finna gleði í því sem lífið hefur upp á að bjóða.

Að vera við góða geðheilsu þýðir þó ekki að líða aldrei illa eða vera laus við öll vandamál. Lífið er ekki eilífur dans á rósum og það er eðlilegt að eiga stundum slæma daga. Það tilheyrir því að vera manneskja. Þegar geðheilsan er góð eigum við þó fleiri góða daga en slæma, erum fær um að herða upp hugann eftir tímabil efasemda, getum tekist á við erfiðleika á uppbyggilegan máta og upplifum ánægju af lífinu þrátt fyrir að vandamál séu til staðar (heilsuvera.is).


Geðorðin tíu

1.  Hugsaðu jákvætt, það er léttara

2.  Hlúðu að því sem þér þykir vænt um  

3.  Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 

4.  Lærðu af mistökum þínum 

5.  Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 

6.  Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 

7.  Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 

8.  Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup  

9.  Finndu og ræktaðu hæfileika þína 

10.   Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast


Heilsa og líðan
Jafnvægi í lífi og starfi
Áföll og ofbeldi

Mín líðan

Er brjálað að gera?

Ofbeldi og afleiðingar ofbeldis

Fellum grímuna

Vellíðan í lífi og starfi

Hvert er hægt að leita?

Karlar og tilfinningar

Kulnun

Meðferðarúrræði

Hjálparsíminn 1717

Þess vegna sofum við

Áföll, áfallastreita og áfallahjálp

Það er alltaf von - vantar þig hjálp? 

Sjálfshjálp

Sorgarmiðstöð

Vellíðan, samskipti og streita

Þrautseigja  -  Bjargráð  -  Krefjandi tímabil

Núvitund og slökun

How to make stress your friend


Geðhjálp

How to be Happy (Even If You've Forgotten What it Feels Like)Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta