Fjármálastjórnun MS-MFM

Meistaranám í fjármálastjórnun er nýtt nám sem verður í boði frá og með hausti 2026.

Námið er 120 eininga MSc-gráða, eða  90 eininga MFM gráða sem kennt er í fjarnámi. Námið er hannað fyrir þau sem vilja skilja hvernig fjárhagsleg ákvörðunartaka hefur áhrif á rekstur, samfélag og hagkerfi. Í náminu sameinast fræðileg dýpt og raunveruleg viðfangsefni úr atvinnulífinu.

Nemendur fá þjálfun í greiningu ársreikninga, fjárfestingum, áhættustýringu og stefnumótun. Lögð er áhersla á að nemendur skilji bæði fræðilega og hagræna rökhugsun sem liggur að baki fjármálakerfinu og öðlist færni til að beita þeirri þekkingu í framkvæmd.

Námið hentar þeim sem hafa áhuga á fjármálum, hagfræði og stefnumótun fyrirtækja og vilja byggja upp traustan grunn fyrir störf í rekstri, fjármálum eða ráðgjöf, eða sem vilja undirbúa sig fyrir frekara nám. Það er góður grunnur fyrir þau sem vilja byggja upp faglega þekkingu á fjármálum og skilja hvernig verðmæti verða til.

Þekkingin sem námið veitir er alþjóðlega viðurkennd og nýtist jafnt í íslensku atvinnulífi sem og erlendis.

Fagstjóri námsins er Erlendur Ingi Jónsson 

  • Fjarnám

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum í stafrænu námsumhverfi. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Samhliða þessu leggur skólinn einnig áherslu á búa til samfélag nemenda og í því tilliti sinna nemendur hópverkefnum og koma saman í staðalotum þar sem nemendur búa til tengsl við samnemendur sína og kennara. 

    Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

  • Inntökuskilyrði meistaranáms

    Inntökuskilyrði í meistaranám í viðskiptafræði er grunngráða háskólanáms (t.d. BS, BA, Bed eða BFA) eða menntun og reynsla sem telja má sambærilega við grunngráðu í háskóla. 

    Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum. 

    Leitað er að fjölbreyttum hópi umsækjenda með mismunandi menntun og starfsreynslu. Sú dýrmæta reynsla sem nemendur öðlast af því að læra og vinna með fjölbreyttum hópi nemenda með mismunandi bakgrunn er ómetanleg. Nemendahópurinn á það sameiginlegt að vilja öðlast framúrskarandi þekkingu, þjálfun og undirbúning fyrir stjórnunarstörf nútímans.

  • Skipulag námsins

    Hvert námskeið í stafrænu námi er allajafna kennt í 7 vikna lotum (tvö námskeið eru kennd yfir tvær lotur) og í hverju námskeiði er ein staðlota á Hvanneyri eða í Borgarnesi. Í öllum námskeiðum liggja fyrir ákveðin þekkingar-, leikni- og hæfnimarkmið. Lögð eru fyrir verkefni jafnt og þétt sem þjálfa nemendur í að öðlast þá leikni og hæfni sem stefnt er að í hverju námskeiði fyrir sig.

    Á staðlotum fer fram verkefnavinna og umræður með kennara. Gert er ráð fyrir talsverðri verkefnavinnu í hverju námskeiði og lögð er áhersla á hópa- og teymisvinnu í verkefnum. Skipulag fjarnámsins er þannig að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt nemendum á fjarnámsvef háskólans og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best. 

  • Lærðu heima

    Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum í stafrænu námsumhverfi. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum.  Samhliða þessu leggur skólinn einnig áherslu á að búa til samfélag nemenda og í því tilliti sinna nemendur hópverkefnum og koma saman í staðalotum þar sem nemendur búa til tengsl við samnemendur sína og kennara. 

    Nánar um námið við Háskólann á Bifröst