Verkefnastjórnun
Í atvinnulífi og samfélagi eru sífellt gerðar meiri kröfur um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Verkefnastjórnun vegur þannig æ meira í faglegri forystu. Enn fremur hafa margir nemendur í forystu og stjórnun sem og aðrir nemendur sýnt aukinn áhuga á verkefnastjórnun.
Námið byggir í grunninn á námskeiðum úr forystu og stjórnun en auk þeirra felst sérstaða námsins í námskeiðum sem eru sniðin að starfi verkefnastjórans. Námið hentar vel stjórnendum sem stýra fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í atvinnulífinu og er hið eina sinnar tegundar hérlendis.
Sértæk námskeið á sviði verkefnastjórnunar
Lota 1 - Haust: Ákvörðunartaka og líkanagerð
Lota 2 - Haust: Straumlínustjórnun og skipulag
Löng lota - Vorönn: Verkefnastjórnun.
Námskrá
Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðalýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Hér má finna skipulag MS námsins í kennsluskrá skólans.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta