Háskólaráð

Háskólaráð er ráðgefandi í málum háskólasamfélagsins og hefur tilnefningarrétt í stjórn skólans og fulltrúaráð samkvæmt skipulagsskrá hans. Þar sitja rektor, framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu (kennslustjóri), þrír fulltrúar kennara sem kennslu- og rannsóknarráð tilnefnir, einn fulltrúi annarra starfsmanna háskólans sem tilnefndur er á starfsmannafundi, þrír nemendur úr grunnnámi, einn fulltrúi nemenda Háskólagáttar og einn fulltrúi meistaranema. Fulltrúar nemenda eru kjörnir af nemendum. Fyrir hvern kjörinn fulltrúa skal kjörinn varafulltrúi. Rektor er heimilt að bjóða fleiri aðilum seturétt í háskólaráði eftir því sem þurfa þykir. Þessir aðilar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Á fundum háskólaráðs er fjallað um helstu málefni skólans á líðandi stundu, innra starf hans, breytingar á reglum og stefnumörkun hans. Háskólaráð er ályktunarbært og getur gert tillögur til rektors eða stjórnar skólans. Rektor hefur frumkvæði að dagskrá háskólaráðsfunda en hverjum fulltrúa í ráðinu er heimilt að setja mál á dagskrá. Fundir ráðsins eru lögmætir ef meirihluti þeirra sem rétt eiga til fundarsetu sækir fund, en fundi skal boða með sólarhrings fyrirvara hið minnsta. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður ákvörðunum en atkvæði rektors er oddaatkvæði, falli atkvæði jafnt. Skylt er að boða fund í háskólaráði ef þriðjungur þeirra sem seturétt eiga í ráðinu óska þess. Fundargerðir Háskólaráðs skal birta á vef háskólans.

Fulltrúi Íbúaráðs
Anna Jóna Kristjánsdóttir

Sérstakt fundarboð

Gæðastjóri
Lydía Geirsdóttir

Staðgengill rektors
Stefan Wendt

Varamenn

Fulltrúi starfsmanna
Ása Sigurlaug Harðardóttir

Fulltrúar kennara
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir
Kári Joensen 

Fulltrúi meistaranema
Vantar

Fulltrúi grunnnema
Vantar

Fulltrúi Háskólagáttarnema
Jóna Dóra Hólmarsdóttir

Fulltrúi Íbúaráðs
Rolando Diaz