BS í viðskiptafræði

Markmiðið með grunnnámi í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst er að nemendur efli sig og þrói til starfa í atvinnulífinu þannig að þeir geti nýtt frumkvæði sitt og sjálfstæði til aukinna ábyrgðarstarfa. Námið miðar að því að nemendur afli sér þekkingar og færni á sviði viðskipta auk þess að vinna að raunverulegum verkefnum.

Háskólinn á Bifröst leggur áherslu á að mennta ábyrga stjórnendur sem eru færir um að sýna forystu og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Grunnnám í viðskiptafræði er alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar-, forystu- og stjórnunarstörf í atvinnulífi og samfélagi.

Námið samanstendur af almennum viðskiptafræðigreinum. Nemendum stendur til boða að sérhæfa sig í BS náminu með því að taka áherslugrein í viðskiptafræði. Nemandi í BS námi getur valið um eina eða tvær áherslur í viðskiptafræði og með því móti sérhæft sig á einu eða tveimur sviðum, allt eftir óskum. Einnig er hægt að leggja stund á viðskiptafræði án áherslu.

Eftirfarandi áherslur eru í boði með BS námi í viðskiptafræði:  

Þá býður viðskiptadeild einnig grunndiplómu í viðskiptafræði og verslunarstjórnun (60 ECTS einingar). 

Nám á Bifröst

Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu við nemendur. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk. 

Hverri önn er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins. Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu.

Kennsluhættir miðast jafnframt við að mæta nútímaþörfum nemenda þar sem lögð er áhersla á persónulega kennslu og þjónustu. Námið er fræðilegt í eðli sínu og felur í sér skilning á fræðilegri greiningu og kenningum og hæfni til að vinna með þær. Þverfagleg nálgun miðar að því að efla gagnrýna og skapandi hugsun, atvinnulífi og samfélagi til góða. Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst

Framvinda og námslok

Grunnnám er 180 ECTS og á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á tveimur og hálfu ári þar sem boðið er upp á nám á sumarönn. Nemendur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Með þessu móti er hægt að ljúka námskeiðum að mestu leyti á fyrstu tveimur námsárum, en á þriðja ári gera nemendur lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem eftir eru með starfsþjálfun eða valnámskeiðum. Nemendur hafa kost á því að sækja um að dvelja 1-2 annir í skiptinámi við erlendan samstarfsskóla. Nemendum gefst einnig kostur á að taka starfsnám með náminu.

Inntökuskilyrði

Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskrá BS í viðskiptafræði

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu. 

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá

Umsóknarfrestur er til 10.  desember nk.

SÆKJA UM