Verkefnastjórnun

BS nám í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun er sérhæft viðskiptanám sem er sniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við þekkingu sína, leikni og hæfni á því sviði.

Nám í viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun er ein af sjö mögulegum leiðum til sérhæfingar í námi, en nemandi getur valið um allt að tvær áherslur í BS námi sínu.

Gerðar eru meiri kröfur en áður um fagmennsku við að stýra og leiða fjölbreytt verkefni. Sérstaða námsins felst í námskeiðum sem nýtast þeim sem vilja ná betri árangri við að leiða og stýra hinum ýmsu verkefnum. Svokölluð misserisverkefni, einstök verkefni sem nemendur vinna saman sem teymi, nýtast sérstaklega vel í tengslum við BS námsáhersluna í verkefnastjórnun.

Sérhæfingin kemur fram í eftirfarandi skyldunámskeiðum:

  • Grunnur í verkefnastjórnun
  • Áhættustjórnun
  • Breytingastjórnun
  • Straumlínustjórnun
  • Inntökuskilyrði

    Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  • Umsóknarfrestur

    Framlengdur umsóknarfrestur fyrir haustönn 2023 er til og með 5.júní.