ML í lögfræði

Meistaranám í lögfræði (ML) við Háskólann á Bifröst er krefjandi 120 ECTS eininga nám með 30 eininga meistararitgerð. Námið er ætlað þeim sem vilja ljúka fullnaðarprófi í lögfræði og stefna á starf innan réttarkerfisins. Nemandi sem lýkur ML námi og hefur áður lokið grunnnámi í lögfræði öðlast fullnaðarpróf í lögfræði og uppfyllir almenn skilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda.

ML nám í lögfræði  veitir trausta, fræðilega þekkingu á sviði lögfræði og undirbýr nemendur fyrir krefjandi störf í fjölbreytilegu starfsumhverfi lögfræðinga. ML námið er ætlað nemendum með BS eða BA gráðu í lögfræði. 

 • Lærðu heima

  Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

 • Inntökuskilyrði

  Samkvæmt 22. gr. Reglugerðar Háskólans á Bifröst eru inntökuskilyrði í meistaranám grunnháskólagráða (bakkalár), eða sambærileg menntun af hæfniþrepi 1.2, sem að jafnaði hefur verið lokið með 7,25 í einkunn eða jafngildi þess.

  Meistaranám í Lögfræði (ML) er sérstaklega ætlað nemendum sem lokið hafa grunnháskólagráðu í lögfræði eða viðskiptalögfræði og hafa áhuga á að starfa í réttarkerfinu, t.d. við lögmennsku.

  Nemendur í meistaranámi í viðskiptalögfræði (MBL) sem ekki hafa BA/BS gráðu á sviði lögfræði þurfa að ljúka námskeiði í inngangi að lögfræði samhliða eða áður en meistaranám hefst.

 • Fyrirkomulag námsins

  Miðað við fullt nám er unnt að ljúka MBL meistaranámi í lögfræði á þremur önnum en ML meistaranámi á fjórum önnum.

  Nemandur geta jafnframt tekið meistaranám í lögfræði á þeim hraða sem hentar og fellur fjarnámið ekki síst að þörfum þeirra sem vilja sækja sér framhaldsmenntun samhliða vinnu.

 • Réttindi að námi loknu

  ML gráða í lögfræði er 120 ECTS eininga nám sem lýkur með meistararitgerð. Nemandi sem lýkur ML gráðu getur sótt sér framhaldsmenntun á meistara- og doktorsstigi sem takmarkast þó af reglum einstakra skóla um lágmarksfjölda eininga í hverri námsgrein, lágmarkseinkunnum og fleira.Nemandi sem lýkur ML námi og hefur áður lokið grunnnámi í lögfræði öðlast fullnaðarpróf í lögfræði og uppfylla því almenn skilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda. 

  MBL nám í viðskiptalögfræði er 90 ECTS. Nemandi sem lýkur MBL námi getur sótt sér framhaldsmenntun á meistarastigi en ekki á doktorsstigi. Til að fá fullnaðarpróf í lögfræði, sem er skilyrði þess að hafa rétt til að sækja námskeið til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda, þarf nemandi að hafa grunn– og meistaranám (ML gráðu) í lögfræði.

 • Umsóknarfrestur

  Opið er fyrir umsóknir um nám við Háskólann á Bifröst vegna haustannar 2024 til og með 5. júní nk. 

  Sækja um