Lagadeild

Háskólinn á Bifröst hefur boðið upp á nám í viðskiptalögfræði frá árinu 2001. Boðið er upp á BS gráðu í viðskiptalögfræði þar sem saman fléttast kjarnagreinar lögfræðinnar og þær greinar viðskiptafræðinnar sem tengjast rekstri og fjármálum. Með þessu verður til þverfagleg námsleið sem gefur þér góðan grunn til að standast auknar kröfur atvinnulífsins um góða yfirsýn og dýpri skilning á úrlausnarefnum, hvort heldur á sviði lögfræði eða rekstrar.

Þá eru í boði tvær námsleiðir á meistarastigi. ML meistaragráða í lögfræði er sniðin að þörfum þeirra nemenda sem lokið hafa BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst eða sambærilegu námi og vilja ljúka fullnaðarprófi í lögfræði. MBL meistaragráða í viðskiptalögfræði er síðan stjórnendamiðað nám, ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi í háskóla. Námið gefur hagnýta og fræðilega innsýn í þær greinar lögfræðinnar sem helst reynir á í rekstri fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

Námsbrautir lagadeildar í grunn- og meistaranámi miða því að miðla kunnáttu og víðtækri fræðilegri þekkingu sem nýtist í margvíslegum störfum á síbreytilegum vinnumarkaði, auk þess að búa nemendur undir virka og gagnrýna þátttöku í samfélaginu.

Nemendum í grunn- og meistaranámi gefst kostur á sækja um starfsnám hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Meistaranám í viðskiptalögfræði hefur öfluga tengingu við viðskiptalífið og kennarar standa framarlega hver á sínu sviði. Háskólinn á Bifröst hefur sterk tengsl við atvinnulífið. Kennarar við deildina eru mörg hver starfandi lögfræðingar og taka akademískir starfsmenn við deildina jafnframt virkan þátt í faglegri umræðu hver á sínu fræðasviði. Þá tekur Háskólinn á Bifröst þátt í LawWithoutWalls sem er samstarfsverkefni margra virtustu lagadeilda í heimi eins og Harvard, Stanford University og University of Miami.

Grunnnám, meistaranám og diplómur

Lögfræði

Meistaranám

Nám við Bifröst

Kynntu þér hágæða fjarnám

Umsóknir

Flýtileið í umsóknargátt

Nánari upplýsingar veita:

Bjarni Már Magnússon
Forseti lagadeildar


Fagstjórar lagadeildar

Haukur Logi KarlssonML í lögfræði
Elín H. JónsdóttirMBL í lögfræði
Unnar Steinn BjarndalBS í viðskiptalögfræði