Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi 

Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri 

Fimmtudaginn 15. maí 2025 stendur Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst fyrir ráðstefnu um málefnið í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 9:30–16:00

Skráning á ráðstefnuna 

Aukinn áhugi Bandaríkjanna á landsvæðum Norðurslóða eins og Kanada og Grænlandi, hefur breytt heimsmyndinni umtalsvert á skömmum tíma, ekki síst hér á Norðurslóðum. Sú breytta sýn á stöðu svæðisins í alþjóðasamfélaginu krefst endurmats á stefnumótun Norðurslóðasamfélaga í öryggis- og varnarmálum. Kemur þar margt til álita sem lýtur að lífsháttum, almannaheill, umhverfisþáttum og fleiru. 

  • Hvernig bregðast Norðurslóðaríkin við í þessum aðstæðum?  
  • Hver er staða okkar í þessari breyttu heimsmynd?  
  • Hvaða skref er farsælast fyrir okkur að stíga?  
  • Hvernig getur vísinda- og háskólasamfélagið á Norðurslóðum komið að gagni?   

Meðal annars verður rætt um netógnir og umhverfishættur, öryggisskipulagningu og ákvarðanatöku, viðbúnað og hugsanlega aukna hernaðarviðveru.

Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum, en á meðal þeirra eru: 


Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri

Borgaralegir öryggishagsmunir. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er lögfræðingur að mennt með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við löggæslu frá árinu 2002, þá sem sýslumaður, lögreglustjóri og tollstjóri á Ísafirði til 2006. Stýrði sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra við að setja á stofn greiningardeild 2006. Var aðstoðar ríkislögreglustjóri 2007 til 2008 og lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009 til 2014. Þá var hún lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 2014 til 2020 og skipuð í embætti ríkislögreglustjóra 12. mars 2020. Sigríður Björk hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf, sér í lagi fyrir baráttu sína gegn heimilisofbeldi og einnig í þágu kynjajafnréttis. 


Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri stefnumörkunar, áætlana og þróunar aðgerða hjá Landhelgisgæslunni.

Áherslur og verkefni Landhelgisgæslunnar á sviði öryggis- og varnarmála.  

Auðunn Kristinsson er framkvæmdastjóri og forstöðumaður siglingasviðs Landhelgisgæslunnar. Hefur starfað sem stýrimaður og skipstjóri skipa, stýrimaður og björgunarsundmaður á þyrlum/flugvélum frá 1992. Aðstoðarframkvæmdastjóri frá 2012 til 2023.  Lauk námi frá Sjómannaskólanum árið 1994, námi í verkefnastjórnun og stjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006 og MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. 
Á ferli sínum hefur hann setið í ýmsum nefndum og vinnuhópum tengdum siglingaöryggi á Norðurslóðum, þar á meðal Arctic Coast Guard Forum, Arctic Security Forces Roundtable og ARCSAR, og sinnt verkefnum á því sviði. Hann hefur stjórnað ýmsum verkefnum tengdum eftirliti á sjó og endurnýjun búnaðar Landhelgisgæslunnar, þar á meðal endurnýjun flugfara 2007-2009 og endurnýjun skipa og báta árið 2021. Verkefnastjórnun vegna þátttöku flugvélar og sjófara Landhelgisgæslunnar í sameiginlega Frontex-verkefninu við Miðjarðarhaf. 


Dr.Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar við Háskólann á Bifröst

Varnartengd verkefni Landhelgisgæslunnar og aðgreiningarskylda alþjóðlegs mannúðarréttar.

Dr. Bjarni Már Magnússon er deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Hann er með doktorspróf frá lagadeild Edinborgarháskóla og situr í Loftslagsráði. Hann er rannsakandi við Geopolitics and Technology Hub við Cornell Brooks School Tech Policy Institute við Cornell háskóla og er stjórnarmaður í rannsóknarverkefninu Hybrid Space/Submarine Architecture Ensuring Infosec of Telecommunications (HEIST), sem styrkt er NATO. Helstu rannsóknarsvið hans eru hafréttur, málefni norðurskautsins og varnar- og öryggismál. Bjarni er fyrrum Fulbright Arctic Initiative- og Chevening-styrkþegi og hefur verið vísað í verk hans af ýmsum ríkjum í málarekstri fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag auk þess sem Bjarni hefur tekið þátt í málarekstri ríkja fyrir alþjóðlegum dómstólum.  



Norðurslóðir í nýjum veruleika: Ógn úr austri, óvissa í vestri og innri klofningur.

Dr. Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans beinast að tengslum þjóðernishyggju, popúlisma og samsæriskenninga á alþjóðavettvangi. Hann hefur einnig skrifað um Evrópusamrunann, íslensk stjórnmál og þátttökulýðræði. Eiríkur hefur sent frá sér tólf fræðibækur, fjölmargar ritrýndar greinar og fjórar skáldsögur. Auk akademískra verka hefur hann í mörg ár verið virkur þátttakandi í opinberri umræðu um stjórnmál.  

Dr.Gregory Falco, dósent við Cornell University og stundakennari við Háskólann á Bifröst

Iceland and the Arctic in a new perspective. Threats and security, challenges. 

Prof. Gregory Falco is a Visiting Professor in national security at Bifrost and a professor at Cornell University in aerospace engineering. He is the NATO Country Director for the HEIST program that is working to reroute subsea cable communications to satellites. Dr. Falco develops novel Arctic military technology for NATO allies. 

Vísindasamfélagið og Norðurslóðir 

Rachael Lorna Johnstone is professor of law at the University of Akureyri. She also holds a part-time professorship at Ilisimatusarfik (University of Greenland). She is a Fulbright Arctic Initiative IV scholar. Rachael specializes in Polar law: the governance of the Arctic and the Antarctic under international and domestic law. She has published widely on decolonization under international law, the rights of Indigenous Peoples, international human rights law, governance of extractive industries in the Arctic, international environmental law, state responsibility and due diligence, and Arctic strategies. Her books include Routledge Handbook of Polar Law (Routledge 2023) with Yoshifumi Tanaka and Vibe Ulfbeck, Regulation of Extractive Industries: Community Engagement in the Arctic (Routledge 2020) with Anne Merrild Hansen, Arctic Governance in a Changing World (Rowman and Littlefield 2019) with Mary Durfee, and Offshore Oil and Gas Development in the Arctic under International Law: Risk and Responsibility (Brill 2015). 

Dr.Magnús Árni Skjöld, dósent og stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst

Hlutverk Íslands í vörnum Evrópu / Iceland’s Strategic Role within European and Transatlantic Frameworks. 

Dr. Magnús Árni Skjöld Magnússon (f. 1968, Orcid: https://orcid.org/0000-0003-1335-3254) er dósent við Háskólann á Bifröst og hefur gegnt störfum deildarforseta félagsvísinda- og lagadeildar og rektors Háskólans á Bifröst. Hann er með doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPhil í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla og M.Mus. í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands. Hann hefur starfað sem pólitískur ráðgjafi fyrir NATO í Kabúl og matsaðili fyrir Erasmus+ á vegum Evrópusambandsins. Hann hefur átt sæti á alþingi og starfað við stjórnsýslu, rannsóknir, ráðgjöf og kennslu bæði á Íslandi og erlendis. Magnús hefur skrifað bækur og greinar um íslensk stjórnmál, evrópuvæðingu, efnahagsmál og öryggismál. 

Nathan Stackhouse, MA Norðurslóðasérfræðingur og yfirmaður öryggismála hjá bandaríska flughernum

Iceland and the Art of the Deal .

Nathan Stackhouse is a part-time reservist with the United States Air Force and supports Arctic mission sets.  He currently serves with Special Operations Command and focuses on great power competition in the High North. His background in partner engagement and security cooperation informs his perspective on emerging risks, opportunities, and strategy.  Nathan lives permanently in Iceland with his family of six.  His views are his own and do not represent any official position or policy of the U.S. Department of Defense or the Air Force.   

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst

Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, stýrir pallborði I - Hlutverk og möguleikar vísindasamfélags og þekkingarsköpunar í harðnandi heimsmynd

Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri

Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttastjóri, stýrir pallborði II - Pólitískt umhverfi, öryggis- og varnarmál Norðurslóða

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst er ráðstefnustjóri.  

Þátttökugjald er 5.000 kr. Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði. Viðburðurinn fer að mestu fram á íslensku og verður honum jafnframt streymt í beinni útsendingu á YouTube-rás Háskólans á Bifröst. Við hvetjum allt áhugafólk um málefnið til að taka þátt.  

Skráning fer fram hér