Ísland og norðurslóðir í nýjum heimi
Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri
Fimmtudaginn 15. maí 2025 stendur Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst fyrir ráðstefnu um málefnið í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 9:30–16:00
Aukinn áhugi Bandaríkjanna á landsvæðum Norðurslóða eins og Kanada og Grænlandi, hefur breytt heimsmyndinni umtalsvert á skömmum tíma, ekki síst hér á Norðurslóðum. Sú breytta sýn á stöðu svæðisins í alþjóðasamfélaginu krefst endurmats á stefnumótun Norðurslóðasamfélaga í öryggis- og varnarmálum. Kemur þar margt til álita sem lýtur að lífsháttum, almannaheill, umhverfisþáttum og fleiru.
- Hvernig bregðast Norðurslóðaríkin við í þessum aðstæðum?
- Hver er staða okkar í þessari breyttu heimsmynd?
- Hvaða skref er farsælast fyrir okkur að stíga?
- Hvernig getur vísinda- og háskólasamfélagið á Norðurslóðum komið að gagni?
Meðal annars verður rætt um netógnir og umhverfishættur, öryggisskipulagningu og ákvarðanatöku, viðbúnað og hugsanlega aukna hernaðarviðveru.
Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum, en á meðal þeirra eru: