Njörður Sigurjónsson

Njörður Sigurjónsson er prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda.  

Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með aðferðum vettvangsrannsókna, pragmatískrar fagurfræði og gagnrýninnar kenningar. Viðfangsefni greiningarinnar eru hugtök og fyrirbæri sem oft fá litla athygli eða einsleita meðferð innan stjórnunarfræða, og hvernig þessi fyrirbæri falla oft illa að þeim kenningum sem sett hafa verið fram um þau.

Nýleg dæmi um slíka greiningar eru rannsókn á „þögn“ sem kannar ólíkar leiðir stjórnenda til þess að hafa áhrif á þagnarupplifun gesta og starfsfólks í menningarstofnunum. Annað dæmi er rannsókn á hugtakinu „þátttaka“ í íslenskri menningarstefnu.

Eftir Njörð liggur fjöldi fræðigreina og -kafla. Af nýjustu útgáfum má nefna Orchestra Leadership. Kafli í Managing the Arts and Culture: Cultivating a Practice. C. DeVereaux (ed.). (London Routledge, 2022), The Business of Culture: Cultural Managers in Iceland and the first waves of the Pandemic. Meðhöfundar Sigrún Lilja Einarsdóttir og Finnur Bjarnason, (Journal of Cultural Management and Cultural Policy, 2022), The Political-Aesthetics of Participation: A Critical Reading of Iceland’s National Cultural Policy, (Nordisk Kulturpolitisk Tidsskrift, 2021).

Frekari upplýsingar um útgefin fræðiverk Njarðar