BA í miðlun og almannatengslum

Grunnnám í miðlun og almannatengslum er ný tegund af BA-námi hér á landi sem miðar að því að búa nemendur undir þátttöku á vinnumarkaði sem gerir æ ríkari kröfur um þekkingu og fagleg vinnubrögð er lúta að samskiptum við fjölmiðla, fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. 

Námið, sem er til 180 ECTS eininga, byggir á breiðum grunni hug- og félagsvísinda, er tilvalið fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna við miðlun upplýsinga, upplýsingaráðgjöf eða sinna upplýsingagjöf. Er þá átt við störf á sviði fjölmiðlunar eða almannatengsla, í opinberri stjórnsýslu, fyrir frjáls félagasamtök, stjórnmálaflokka, stofnanir og fyrirtæki af ýmsum toga. Lögð er mikil áhersla á þjálfun í skriflegri og munnlegri framsetningu í náminu sem nýtist á margvíslegum starfsvettvangi.

 • Einstakt nám

  BA nám í miðlun og almannatengslum hefur bæði hagnýtar og fræðilegar hliðar. Uppbygging námsins er tvíþætt. Nemendur ljúka 60 ECTS einingum í Samfélags-, menningar- og hugmyndagreiningu. Námskeið í þessum hluta heyra meðal annars undir heimspeki og stjórnmálafræði. Þau miða að því að byggja upp almennan þekkingargrunn á samfélags- og menningarmálum og hæfni til þess að greina og vinna með hugmyndir þar að lútandi á gagnrýninn og skapandi hátt. Þá ljúka nemendur 60 ECTS einingum í miðlunar og markaðsfræðum. Námskeið í þessum hluta miða að því að þjálfa nemendur í framsetningu og miðlun hugmynda með hliðsjón af ólíkum markhópum, almannatengslum og samskiptum innan stofnana og fyrirtækja. Nemendur eru stöðugt hvattir til að þjálfa og þroska sjálfstæða hugsun og nýta sér námið til þess.

 • Lærðu heima

  Háskólinn á Bifröst er í fararbroddi í fjarnámi, sem gerir þér kleift að vera í námi við HB á þínum forsendum. Áhersla er lögð á einstaklingsbundna nálgun og námsumhverfi er stafrænt og sveigjanlegt. Stafrænt fjarnám er þannig frábær valkostur fyrir fólk sem hentar að vera í sveigjanlegu háskólanámi, vegna vinnu með námi eða af einhverjum allt öðrum ástæðum. Nánar um námið við Háskólann á Bifröst

 • Fyrirkomulag kennslunnar

  Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk.

  Hverri önn við Háskólann á Bifröst er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins.

  Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðlota, þar sem nemendur hitta kennara og samnemendur og taka þátt í umræðum og hópverkefnum. Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefnin eru gjarnan nefnd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda fyrir vinnumarkað að námi loknu. Nánar um námið á Bifröst

 • Framvinda og námslok

  Grunnnám við Háskólann á Bifröst er 180 ECTS fjarnám og geta nemendur að verulegu leyti ráðið námshraða sínum.

  Jafnframt gefst kostur á því að ljúka flestu grunnnámi á tveimur og hálfu ári. Sumarönn er kennd við Háskólann á Bifröst og nemdur geta því lokið 80 ECTS einingum á ári í stað 60. Námskeiðum má þannig að mestu leyti ljúka á fyrstu tveimur námsárunum. Á þriðja ári gera nemendur svo lokaverkefni auk þess að ljúka einingum sem kunna að vera eftir vegna starfsþjálfunar eða valnámskeiða. 

 • Inntökuskilyrði

  Til að geta innritast í námið þurfa nemendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

  Forgangsröðun við inntöku nemenda ræðst af einkunnum.

 • Umsóknarfrestur

  Umsóknarfrestur fyrir sumarönn 2024 er til og með 1. mars.

  Opnað verður fyrir umsóknir fyrir haustönn 2024, degi síðar eða 2. mars.