Diplóma í skapandi greinum

Diplómanám í skapandi greinum er hagnýt námsbraut á grunnstigi sem veitir nemendum þjálfun til að starfa í þessum vaxandi atvinnuvegi.

Námsbrautin er einkum sniðin fyrir þá sem vilja öðlast innsýn og skilning á starfi framleiðenda, verkefnastjóra, umboðsmanna, útgefenda, sýningastjóra, listrænna stjórnenda, framkvæmdastjóra, frumkvöðla og „brautryðjenda“ í hinum margvíslegu menningar- og hugverkagreinum sem sameinast undir skilgreiningunni skapandi greinar. Þessar greinar eru til dæmis, tónlist, kvikmyndir, leikir, leikhús, hönnun, fjölmiðlar, auglýsingar, tíska, upplifun, afþreying og nýmiðlun.

Diplómanám í skapandi greinum er þverfaglegt á sviði viðskiptafræði, stjórnunar, menningarfræði og markaðsfræði. Námið er tengt raunhæfum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að veita góðan grunn fyrir nemendur til að finna störf við hæfi eða til frekara náms í háskóla, t.d. til að ljúka BA-námi en frá haustinu 2021 verður í boði að halda áfram námi til BA-prófs í skapandi greinum.

Markmið með námsbrautinni

Þetta er hagnýtt nám þar sem lögð er áhersla á að læra með því að koma hugmyndum og verkefnum í framkvæmd. Námið miðar að því að miðla þekkingu um þau störf sem eru í boði í skapandi greinum og þjálfa hæfni til að vinna innan geirans. Markmið námsins er að veita nemendum grunn sem nýtist þeim í fjölbreyttu verkefnum sem í boði eru og um leið dýpka skilning þeirra í gegnum eigin verkefnavinnu á völdu sviði innan skapandi geira.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans

Nám á Bifröst

Við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á persónulega þjónustu til nemenda. Ánægjukannanir sýna að mikill meirihluti nemenda er afar ánægður með námið og samskipti við kennara og starfsfólk. Hverri önn er skipt upp í tvær lotur. Verkefnavinna er stór þáttur í námsmati háskólans og vinna nemendur að verkefnum jafnt og þétt yfir lotur skólaársins. Sjö vikur eru í hvorri lotu og ein staðbundin helgarlota, þar sem þú hittir kennara og samnemendur og tekur þátt í umræðum og hópverkefnum.

Önnur sérstaða í kennsluháttum Háskólans á Bifröst eru misserisverkefni eða missó, eins og verkefin eru gjarnan nenfd. Missó tekur mið af á kennsluaðferð sem kallast lærdómsþróun (e. learning by developing) og miðar að því að auka hæfni nemenda á fyrir vinnumarkaðinn að námi loknu. Nánar um sérstöðu námsins við Háskólann á Bifröst


Hvað segja nemendur

Ég hefði pottþétt farið í svona nám ef það hefði staðið til boða þegar ég var að klára menntaskóla og var að reyna að finna út úr því hvernig maður gæti lifað af því að vinna við að koma tónlist á framfæri. (Hildur Maral, útgáfu- og markaðsstýra, Mercury KX / Universal Music)


Næstu umsóknir verða afgreiddar vegna skólaársins 2023-24
Umsóknir í skapandi greinum eru til eins skólaárs.

SÆKJA UM