Rannsóknasetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum

Markmið rannsóknasetursins er að efla jákvæða byggðaþróun og styrkja sveitarstjórnarstigið á Íslandi með markvissum rannsóknum sem stuðla að hlutlægri og faglegri umræðu og leiða til betri stefnumótunar og ákvarðanatöku, jafnframt að efla nám og fræðslu um byggða- og sveitarstjórnarmál. Starfsemi rannsóknaseturins er þegar orðin umtalsverð enda þótt stutt sé enn liðið frá stofnun þess. 

Dr. Vífill Karlsson prófessor leiðir rannsóknastarfið, dr. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir er sérfræðingur setursins og að daglegri stjórnun þess kemur Stefán V. Kalmansson verkefnastjóri.

Nánari upplýsingar um starfsemi rannsóknasetursins veitir dr. Vífill Karlsson.

Fréttir



29. september 2025

Hvað ef ég vil vera hér!

Í vikunni var haldið vel heppnað málþing á Höfn í Hornafirði um byggðafestu ungs fólk, sem bar yfirskriftina “Hvað ef ég vil vera hér”. Þar kynnti Gréta Bergrún verkefni Rannsóknarsetursins í byggða- og sveitarstjórnarmálum um byggðabrag unga fólksins, auk þess að fjalla um slúður og náin samfélög.
Lesa frétt

Ráðgjafanefnd

Ráðgjafarnefnd setursins er skipuð fimm fulltrúum 

Guðrún JohnsenHáskólinn á Bifröst
Hanna Dóra BjörnsdóttirByggðastofnun
Páll BrynjarsonSamtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Sunna Hlín JóhannesdóttirSamband íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna SigurjónsdóttirInnviðaráðuneytið

Eldri rannsóknir